Ákærður fyrir að fótbrjóta ökuníðing 17. maí 2011 05:00 Maðurinn neitaði sök fyrir dómi í gær. Myndin er úr safni.Fréttablaðið/hari Ríkissaksóknari hefur ákært lögreglumann fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot. Meint brot áttu sér stað þegar lögreglumaðurinn veitti ökumanni eftirför úr Reykjavík í Mosfellsbæ. Lögreglumaðurinn er rúmlega fimmtugur og starfar sem varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ákæran á hendur honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og neitaði hann sök. Í ágúst í fyrra var hann undir stýri lögreglubíls og mældi ungan ökumann á of miklum hraða í Reykjavík. Hann gaf honum í kjölfarið merki um að stöðva bílinn en sá virti það að vettugi, ók greitt um götur borgarinnar og síðan áleiðis í Mosfellsbæ. Maðurinn ók að lokum inn í öngstræti í Leirvogstungu og neyddist til að stöðva bílinn. Hann stökk síðan út úr honum. Lögregluvarðstjórinn kom aðvífandi á bíl sínum, tókst ekki að stöðva hann í tæka tíð og ók á unga manninn, sem hlaut opið beinbrot á vinstra fæti. Í ákæru er því haldið fram að varðstjórinn hafi ekið ógætilega að bílnum og of hratt miðað við aðstæður og þannig orðið valdur að slysinu. Ungi maðurinn fer fram á ríflega tvær og hálfa milljón króna í bætur frá lögreglumanninum. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir í samtali við Fréttablaðið að þó að hann geti ekki tjáð sig um þetta einstaka mál að svo stöddu, þyki honum mál af þessum toga almennt orka tvímælis. „Það er ansi napurlegt að lögreglumenn sem eru að vinna vinnuna sína eigi á hættu að vera gerðir persónulega ábyrgir í svona málum. Við veltum því fyrir okkur hver ábyrgð vinnuveitanda sé í þessum tilfellum.“ Snorri bætir því við að málarekstur hafi í för með sér mikil fjárútlát og komi illa við þá sem þurfa að standa í slíku. Því séu þessi vinnubrögð ámælisverð. - sh, þj Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært lögreglumann fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot. Meint brot áttu sér stað þegar lögreglumaðurinn veitti ökumanni eftirför úr Reykjavík í Mosfellsbæ. Lögreglumaðurinn er rúmlega fimmtugur og starfar sem varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ákæran á hendur honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og neitaði hann sök. Í ágúst í fyrra var hann undir stýri lögreglubíls og mældi ungan ökumann á of miklum hraða í Reykjavík. Hann gaf honum í kjölfarið merki um að stöðva bílinn en sá virti það að vettugi, ók greitt um götur borgarinnar og síðan áleiðis í Mosfellsbæ. Maðurinn ók að lokum inn í öngstræti í Leirvogstungu og neyddist til að stöðva bílinn. Hann stökk síðan út úr honum. Lögregluvarðstjórinn kom aðvífandi á bíl sínum, tókst ekki að stöðva hann í tæka tíð og ók á unga manninn, sem hlaut opið beinbrot á vinstra fæti. Í ákæru er því haldið fram að varðstjórinn hafi ekið ógætilega að bílnum og of hratt miðað við aðstæður og þannig orðið valdur að slysinu. Ungi maðurinn fer fram á ríflega tvær og hálfa milljón króna í bætur frá lögreglumanninum. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir í samtali við Fréttablaðið að þó að hann geti ekki tjáð sig um þetta einstaka mál að svo stöddu, þyki honum mál af þessum toga almennt orka tvímælis. „Það er ansi napurlegt að lögreglumenn sem eru að vinna vinnuna sína eigi á hættu að vera gerðir persónulega ábyrgir í svona málum. Við veltum því fyrir okkur hver ábyrgð vinnuveitanda sé í þessum tilfellum.“ Snorri bætir því við að málarekstur hafi í för með sér mikil fjárútlát og komi illa við þá sem þurfa að standa í slíku. Því séu þessi vinnubrögð ámælisverð. - sh, þj
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira