Prestur um heimsendaspá 21. maí: Þetta er bara hræðsluáróður Boði Logason skrifar 17. maí 2011 20:27 Séra Hjálmar Jónsson, segir að fólk þurfi ekki að óttast heimsendi þann 21. maí næstkomandi. „Nei, ég er viss um það, það er ekki hægt að vitna í neitt í Biblíunni sem vísar á þennan dag," segir séra Hjálmar Jónsson, prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík, aðspurður hvort heimsendir verði þann 21. maí næstkomandi, líkt og hópur í Bandaríkjunum hefur haldið fram með auglýsingum í fjölmiðlum undanfarið. Hópurinn, sem nefnir sig FamilyRadio.com, varar fólk við að dómsdagur verði 21. maí næstkomandi í blaða- og sjónvarpsauglýsingum. Sagt er að mjög svo öflugur jarðskjálfti verði milli klukkan 6 og 7:45 að morgni til og enn sterkari skjálfti á milli 20 og 20:45 - í kjölfarið muni heimurinn farast. Í auglýsingu frá hópnum segir að Bíblían muni tryggja það að dómsdagur verði þennan dag.Ekkert annað en hræðsluáróður Séra Hjálmar segir að það séu ekki meiri líkur á heimsendi núna frekar en síðustu þúsund eða milljónir ára. „Þegar maður les söguna þá eru alltaf svona spádómar í gangi, þeir virðast vera notaðir í ákveðnum pólitískum tilgangi og til að ná eyrum fólks. Svo líður tíminn og einhverjir eru hræddir eða líður illa með þetta," segir séra Hjálmar. „Þetta er ekkert annað en hræðsluáróður."Auglýsing frá hópnum FamilyRadio.comAðspurður hvort að það komi fram í Biblíunni að það verði heimsendir fyrr eða síðar segir hann að svo sé. „Heimsendaspár eru mjög eindregnar í Biblíunni, þar kemur fram að þessi heimur muni líða undir lok í þeirri mynd sem hann er við endurkomu Jesú Krists. Það getur verið á morgun eða eftir milljón ár," segir séra Hjálmar og tekur fram að veröldin sé okkur tímanleg.Fólk deyr ekki í stafrófsröð Hann vonast til að þess að það komi þeim sem spái heimsendi þægilega á óvart að það verði ekki heimsendir þann 21. næstkomandi. „Þessi heimur er ótryggur, maður heyrir nánast daglega um slysfarir og hörmungar, en heimsendir hefur ekki orðið. Hinsvegar er það heimsendir fyrir þá sem verða fyrir slysi eða annari ógæfu," segir séra Hjálmar. „Okkar tími verður einhvern tímann búinn hérna, það verður ekki hjá öllum í einu - fólk deyr ekki eftir aldri eða í stafrófsröð." „Ég held að við eigum miklu frekar að snúa okkur að því að gera lífið áhyggjulaust og hamingjusamt en að hræða hvort annað með því að heimurinn sé að líða undir lok," segir hann. „Ég vona að þeir vakni glaðir og reiðir að morgni 22. maí þeir sem spá heimsendi 21. maí og snúi sér að einhverju öðru mikilvægara og uppbyggilegra," segir séra Hjálmar að lokum.Hægt er að hlusta á viðtal við Chris McCann hjá Familyradio.com, sem útvarpsþátturinn Harmageddon tók í síðustu viku, hér. Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
„Nei, ég er viss um það, það er ekki hægt að vitna í neitt í Biblíunni sem vísar á þennan dag," segir séra Hjálmar Jónsson, prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík, aðspurður hvort heimsendir verði þann 21. maí næstkomandi, líkt og hópur í Bandaríkjunum hefur haldið fram með auglýsingum í fjölmiðlum undanfarið. Hópurinn, sem nefnir sig FamilyRadio.com, varar fólk við að dómsdagur verði 21. maí næstkomandi í blaða- og sjónvarpsauglýsingum. Sagt er að mjög svo öflugur jarðskjálfti verði milli klukkan 6 og 7:45 að morgni til og enn sterkari skjálfti á milli 20 og 20:45 - í kjölfarið muni heimurinn farast. Í auglýsingu frá hópnum segir að Bíblían muni tryggja það að dómsdagur verði þennan dag.Ekkert annað en hræðsluáróður Séra Hjálmar segir að það séu ekki meiri líkur á heimsendi núna frekar en síðustu þúsund eða milljónir ára. „Þegar maður les söguna þá eru alltaf svona spádómar í gangi, þeir virðast vera notaðir í ákveðnum pólitískum tilgangi og til að ná eyrum fólks. Svo líður tíminn og einhverjir eru hræddir eða líður illa með þetta," segir séra Hjálmar. „Þetta er ekkert annað en hræðsluáróður."Auglýsing frá hópnum FamilyRadio.comAðspurður hvort að það komi fram í Biblíunni að það verði heimsendir fyrr eða síðar segir hann að svo sé. „Heimsendaspár eru mjög eindregnar í Biblíunni, þar kemur fram að þessi heimur muni líða undir lok í þeirri mynd sem hann er við endurkomu Jesú Krists. Það getur verið á morgun eða eftir milljón ár," segir séra Hjálmar og tekur fram að veröldin sé okkur tímanleg.Fólk deyr ekki í stafrófsröð Hann vonast til að þess að það komi þeim sem spái heimsendi þægilega á óvart að það verði ekki heimsendir þann 21. næstkomandi. „Þessi heimur er ótryggur, maður heyrir nánast daglega um slysfarir og hörmungar, en heimsendir hefur ekki orðið. Hinsvegar er það heimsendir fyrir þá sem verða fyrir slysi eða annari ógæfu," segir séra Hjálmar. „Okkar tími verður einhvern tímann búinn hérna, það verður ekki hjá öllum í einu - fólk deyr ekki eftir aldri eða í stafrófsröð." „Ég held að við eigum miklu frekar að snúa okkur að því að gera lífið áhyggjulaust og hamingjusamt en að hræða hvort annað með því að heimurinn sé að líða undir lok," segir hann. „Ég vona að þeir vakni glaðir og reiðir að morgni 22. maí þeir sem spá heimsendi 21. maí og snúi sér að einhverju öðru mikilvægara og uppbyggilegra," segir séra Hjálmar að lokum.Hægt er að hlusta á viðtal við Chris McCann hjá Familyradio.com, sem útvarpsþátturinn Harmageddon tók í síðustu viku, hér.
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira