Kvikmyndaskólinn skuldar 38 milljónir í laun 19. ágúst 2011 10:39 Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskólans Kvikmyndaskóli Íslanda skuldar 38 milljónir króna í laun til starfsmanna sinna og segir stjórn skólans að þær skuldir verði hvorki umflúnar né afskrifaðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í tilefni af því að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að semja ekki við skólann fyrr en Ríkisendurskoðun hefur lokið heildarútttekt á stöðu hans. Samkvæmt ráðuneytinu hefur skólinn ekki getað sýnt fram á að „að hann geti uppfyllt skilyrði reglugerðar um viðurkenningu einkaskóla á framhaldsskólastigi" Svandís Svavarsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur lagt til við stjórn Kvikmyndaskólans þrjár leiðir sem Ríkisendurskoðun bendir á til að leysa vanda skólans. Ein þeirra er að afskrifa skuldir. Í yfirlýsingu frá stjórn skólans segir þetta vera „... leið sem stjórnendur skólans geta ekki hugsað sér að fara þar sem þeir sem helst eiga inni hjá skólanum eru starfsmenn hans og velunnarar." Í því sambandi benda stjórnarmenn á þær 38 milljónir sem skólinn skuldar í laun. Þá beinir ráðherra því til eigenda skólans að þeir komi með nýtt fé inn í reksturinn. Stjórnarmenn segja þessa leið verða reynda ef einhver lausn fæst hjá ráðuneytinu fyrst. „Við núverandi aðstæður liggur í hlutarins eðli að hvorki bankastofnanir né hugsanlegir fjárfestar gætu hugsað sér að leggja skólanum lið þegar alls óvíst er hvort hann fái starfsleyfi í framtíðinni," segir í yfirlýsingunni. Þriðja tillagan til að leysa vanda skólans vera þá að ríkið leggi til aukið fé í reksturinn. „ Þessa leið hefur skólinn óskað eftir að farin yrði og stóð í þeirri trú að komið væri að afgreiðslu hennar nú nokkrum dögum fyrir skólasetningu. Þess í stað er stjórnendum skólans sagt að málefni hans hafi í raun verið lögð í hendur Ríkisendurskoðunar sem muni nú taka sér sinn tíma til að skoða betur málefni skólans. Á meðan eiga 160 nemendur, rúmlega 100 kennarar og allir aðrir starfsmenn skólans að bíða og vona að Ríkisendurskoðun veiti sína syndaaflausn," segir í yfirlýsingu stjórnarmanna. Stjórn skólans segir ómögulegt fyrir hann að starfa án viðurkenningar ráðuneytisins, meðal annars því þá geti nemendur hans ekki sótt um lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Kvikmyndaskóli Íslanda skuldar 38 milljónir króna í laun til starfsmanna sinna og segir stjórn skólans að þær skuldir verði hvorki umflúnar né afskrifaðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í tilefni af því að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að semja ekki við skólann fyrr en Ríkisendurskoðun hefur lokið heildarútttekt á stöðu hans. Samkvæmt ráðuneytinu hefur skólinn ekki getað sýnt fram á að „að hann geti uppfyllt skilyrði reglugerðar um viðurkenningu einkaskóla á framhaldsskólastigi" Svandís Svavarsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur lagt til við stjórn Kvikmyndaskólans þrjár leiðir sem Ríkisendurskoðun bendir á til að leysa vanda skólans. Ein þeirra er að afskrifa skuldir. Í yfirlýsingu frá stjórn skólans segir þetta vera „... leið sem stjórnendur skólans geta ekki hugsað sér að fara þar sem þeir sem helst eiga inni hjá skólanum eru starfsmenn hans og velunnarar." Í því sambandi benda stjórnarmenn á þær 38 milljónir sem skólinn skuldar í laun. Þá beinir ráðherra því til eigenda skólans að þeir komi með nýtt fé inn í reksturinn. Stjórnarmenn segja þessa leið verða reynda ef einhver lausn fæst hjá ráðuneytinu fyrst. „Við núverandi aðstæður liggur í hlutarins eðli að hvorki bankastofnanir né hugsanlegir fjárfestar gætu hugsað sér að leggja skólanum lið þegar alls óvíst er hvort hann fái starfsleyfi í framtíðinni," segir í yfirlýsingunni. Þriðja tillagan til að leysa vanda skólans vera þá að ríkið leggi til aukið fé í reksturinn. „ Þessa leið hefur skólinn óskað eftir að farin yrði og stóð í þeirri trú að komið væri að afgreiðslu hennar nú nokkrum dögum fyrir skólasetningu. Þess í stað er stjórnendum skólans sagt að málefni hans hafi í raun verið lögð í hendur Ríkisendurskoðunar sem muni nú taka sér sinn tíma til að skoða betur málefni skólans. Á meðan eiga 160 nemendur, rúmlega 100 kennarar og allir aðrir starfsmenn skólans að bíða og vona að Ríkisendurskoðun veiti sína syndaaflausn," segir í yfirlýsingu stjórnarmanna. Stjórn skólans segir ómögulegt fyrir hann að starfa án viðurkenningar ráðuneytisins, meðal annars því þá geti nemendur hans ekki sótt um lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna.
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira