Kvikmyndaskólinn skuldar 38 milljónir í laun 19. ágúst 2011 10:39 Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskólans Kvikmyndaskóli Íslanda skuldar 38 milljónir króna í laun til starfsmanna sinna og segir stjórn skólans að þær skuldir verði hvorki umflúnar né afskrifaðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í tilefni af því að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að semja ekki við skólann fyrr en Ríkisendurskoðun hefur lokið heildarútttekt á stöðu hans. Samkvæmt ráðuneytinu hefur skólinn ekki getað sýnt fram á að „að hann geti uppfyllt skilyrði reglugerðar um viðurkenningu einkaskóla á framhaldsskólastigi" Svandís Svavarsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur lagt til við stjórn Kvikmyndaskólans þrjár leiðir sem Ríkisendurskoðun bendir á til að leysa vanda skólans. Ein þeirra er að afskrifa skuldir. Í yfirlýsingu frá stjórn skólans segir þetta vera „... leið sem stjórnendur skólans geta ekki hugsað sér að fara þar sem þeir sem helst eiga inni hjá skólanum eru starfsmenn hans og velunnarar." Í því sambandi benda stjórnarmenn á þær 38 milljónir sem skólinn skuldar í laun. Þá beinir ráðherra því til eigenda skólans að þeir komi með nýtt fé inn í reksturinn. Stjórnarmenn segja þessa leið verða reynda ef einhver lausn fæst hjá ráðuneytinu fyrst. „Við núverandi aðstæður liggur í hlutarins eðli að hvorki bankastofnanir né hugsanlegir fjárfestar gætu hugsað sér að leggja skólanum lið þegar alls óvíst er hvort hann fái starfsleyfi í framtíðinni," segir í yfirlýsingunni. Þriðja tillagan til að leysa vanda skólans vera þá að ríkið leggi til aukið fé í reksturinn. „ Þessa leið hefur skólinn óskað eftir að farin yrði og stóð í þeirri trú að komið væri að afgreiðslu hennar nú nokkrum dögum fyrir skólasetningu. Þess í stað er stjórnendum skólans sagt að málefni hans hafi í raun verið lögð í hendur Ríkisendurskoðunar sem muni nú taka sér sinn tíma til að skoða betur málefni skólans. Á meðan eiga 160 nemendur, rúmlega 100 kennarar og allir aðrir starfsmenn skólans að bíða og vona að Ríkisendurskoðun veiti sína syndaaflausn," segir í yfirlýsingu stjórnarmanna. Stjórn skólans segir ómögulegt fyrir hann að starfa án viðurkenningar ráðuneytisins, meðal annars því þá geti nemendur hans ekki sótt um lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Kvikmyndaskóli Íslanda skuldar 38 milljónir króna í laun til starfsmanna sinna og segir stjórn skólans að þær skuldir verði hvorki umflúnar né afskrifaðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í tilefni af því að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að semja ekki við skólann fyrr en Ríkisendurskoðun hefur lokið heildarútttekt á stöðu hans. Samkvæmt ráðuneytinu hefur skólinn ekki getað sýnt fram á að „að hann geti uppfyllt skilyrði reglugerðar um viðurkenningu einkaskóla á framhaldsskólastigi" Svandís Svavarsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur lagt til við stjórn Kvikmyndaskólans þrjár leiðir sem Ríkisendurskoðun bendir á til að leysa vanda skólans. Ein þeirra er að afskrifa skuldir. Í yfirlýsingu frá stjórn skólans segir þetta vera „... leið sem stjórnendur skólans geta ekki hugsað sér að fara þar sem þeir sem helst eiga inni hjá skólanum eru starfsmenn hans og velunnarar." Í því sambandi benda stjórnarmenn á þær 38 milljónir sem skólinn skuldar í laun. Þá beinir ráðherra því til eigenda skólans að þeir komi með nýtt fé inn í reksturinn. Stjórnarmenn segja þessa leið verða reynda ef einhver lausn fæst hjá ráðuneytinu fyrst. „Við núverandi aðstæður liggur í hlutarins eðli að hvorki bankastofnanir né hugsanlegir fjárfestar gætu hugsað sér að leggja skólanum lið þegar alls óvíst er hvort hann fái starfsleyfi í framtíðinni," segir í yfirlýsingunni. Þriðja tillagan til að leysa vanda skólans vera þá að ríkið leggi til aukið fé í reksturinn. „ Þessa leið hefur skólinn óskað eftir að farin yrði og stóð í þeirri trú að komið væri að afgreiðslu hennar nú nokkrum dögum fyrir skólasetningu. Þess í stað er stjórnendum skólans sagt að málefni hans hafi í raun verið lögð í hendur Ríkisendurskoðunar sem muni nú taka sér sinn tíma til að skoða betur málefni skólans. Á meðan eiga 160 nemendur, rúmlega 100 kennarar og allir aðrir starfsmenn skólans að bíða og vona að Ríkisendurskoðun veiti sína syndaaflausn," segir í yfirlýsingu stjórnarmanna. Stjórn skólans segir ómögulegt fyrir hann að starfa án viðurkenningar ráðuneytisins, meðal annars því þá geti nemendur hans ekki sótt um lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira