Bæjarfélagið Naime í Japan hefur hafnað skaðabótum sem Tepco, eigandi kjarnorkuversins í Fukushima hefur boðið þeim vegna lekans á geislavirkum efnum frá verinu.
Samkvæmt upplýsingum frá einum bæjarfulltrúanum bauð Tepco 20 milljónir jena í skaðabætur en sú upphæð samsvarar því að hver bæjarbúa fengi um 1.200 krónur í sinn hlut.
Í frétt CNN um málið segir að níu önnur bæjarfélög hafi tekið tilboði Tepco. Alls voru 78.000 manns fluttir á brott í Fukushima héraði í kjölfar náttúruhamfaranna þar og 62.000 manns í viðbóta hafa þurft að halda sig innandyra vegna geislavirkninnar.

