Innlent

Heppinn að slasast ekki meira

Frá Reykjanesbraut í gærkvöld.
Frá Reykjanesbraut í gærkvöld. mynd/ böddi
Bílvelta var á Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi um klukkan hálftólf í gærkvöldi. Bílinn staðnæmdist á hliðinni upp við ljósastaur og þurfti að kalla tækjabíl slökkiliðsins á vettvang. Töluverðan tíma tók að ná manninum út en það tókst að lokum og voru klippur notaðar við aðgerðina. Að sögn vaktstjóra hjá slökkviliðinu var maðurinn heppinn að slasast ekki meira en raunin varð. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×