Innlent

Nýárskveðja til forseta með morsskeyti

Frá afhendingu Forsetamerkis skátahreyfingarinnar fyrr á árinu.
Frá afhendingu Forsetamerkis skátahreyfingarinnar fyrr á árinu.
Skátahöfðingi mun á morgun senda forseta Íslands nýárskveðju með áhugaverður hætti, þ.e. morsskeyti, til að marka upphaf aldarafmælis skátastarfs á Íslandi.

Á gamlársdag árið 1961 sendi þáverandi skátahöfðingi þáverandi forseta Íslands nýárskveðju með morsskeyti sem sent var með ljósum yfir Skerjafjörð. Þá var tilefnið 50 ára afmæli skátastarfs á Íslandi. Nú stendur til að endurtaka leikinn vegna aldarafmælisins.

Forseti Íslands mun veita kveðju skátahöfðingja viðtöku að Bessastöðum kl: 9:00 á gamlársdag þ.e. hálfri klukkustund áður en ríkisráðsfundur hefst.

Nánar tiltekið mun athöfnin fara þannig fram að kl. 7:30 á gamlársdagsmorgni mun tveir skátar koma að heimili skátahöfðingja á Seltjarnarnesi og fá afhenta kveðju skátahöfðingja til forseta Íslands. Skátarnir munu svo bera hana sem leið liggur til fjöru við Grímsstaðavör. Þar munu aðrir skátar taka við kveðjunni og í takt við nútímatækni slá hana inn í spjaldtölvu (Ipad) sem svo sendir skilaboðin með ljósmerkjum á morsi yfir Skerjafjörð yfir til skáta sem verða í fjörunni á Álftanesi. Skátarnir munu rita kveðjuna niður og halda fótgangandi til Bessastaða þar sem þeir mun afhenda fyrrgreindum fjórum skátum kveðjuna. Skátarnir fjórir munu svo berja að dyrum að Bessastöðum og afhenda forseta Íslands skriflega kveðju skátahöfðingja.

Þá mun forsetinn afhenda skátunum kveðju frá sér til skátahöfðingja. Þá hefst aftur sami leikur. Skátarnir taka við kveðju forseta Íslands til skátahöfðingja. Þeir fara með hana niður að sjávarmáli og senda með ljósmerkjum yfir Skerjafjörð. Þar taka aðriri skátar við skeytinu, skrifa það niður og færa til skátahöfðingja. Skátahöfðingi mun staðfesta móttöku kveðjunnar með því að tendra rautt blys á svölum heimili síns og skátar á Álftanesi mun svara á sama hátt.

Svo skemmtilega vil til að þeir tveir skátar sem afhentu Ásgeir Ásgeirssyni, þáverandi forseta kveðju skátahöfðingja fyrir 50 árum eru enn í dag starfandi skátar og munu á ný afhenda forsetanum nýárskveðju ásamt tveimur yngir skátum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×