Innlent

Mörg hundruð þúsund snakkpokar í verslanir

Sigurjón Dagbjartsson, framkvæmdastjóri Iðnmark, handleikur vélarnar.
Sigurjón Dagbjartsson, framkvæmdastjóri Iðnmark, handleikur vélarnar. Mynd/GVA
200.000 pokar af stjörnusnakki hafa verið sendir í verslanir. Salan í ár stefnir í algert met, en í fyrra voru um 140.000 stjörnusnakkpokar seldir á sama tíma.

Iðnmark sem framleiðir stjörnusnakk hefur 35% markaðshlutdeild á snakkmarkaðnum. Miðað við þær tölur má ímynda sér að allt í allt seljist rúmir 570.000 snakkpokar fyrir áramótin í ár. Það eru tæpir tveir pokar á mann. Því lítur út fyrir að Íslendingar muni hafa nóg að gera í nýjum sem gömlum líkamsræktarstöðvum eftir áramótin.

„Desember er stærsti snakkmánuðurinn og milli jóla og nýárs er aðal aksjónið," segir Sigurjón Dagbjartsson, framkvæmdastjóri Iðnmark, og efast ekki um að þessir 200.000 snakkpokar seljist allir sem einn. Tímabilið sem um ræðir er frá 10. desember og fram yfir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×