Innlent

RÚV skilar hagnaði

Hagnaður varð af rekstri Ríkisútvarpsins ohf. á síðasta rekstrarári. Hagnaðurinn var 16 milljónir króna. Fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var hagnaðurinn metinn 553 milljónir.

Þetta er annað rekstrarárið í röð sem rekstur RÚV skilar hagnaði. Þegar rekstrarforminu var breytt árið 2007 var sett að markmiði að ná jafnvægi í rekstri innan tveggja ára. Það markmið náðist og nú er haldið áfram á sömu braut.

Samkvæmt efnahagsreikningi félagsins nema eignir þess 5.560 m.kr., bókfært eigið fé í lok rekstrarársins er nú 737 m.kr. og eiginfjárhlutfallið er 13,3%. Rekstrarárið telst frá 1. september 2010 til 31. ágúst 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×