Erlent

Sprautaði piparúða á friðsæla mótmælendur

Skjáskot úr myndbandinu sem náðist af viðbrögðum lögreglunnar.
Skjáskot úr myndbandinu sem náðist af viðbrögðum lögreglunnar.
Gríðarleg reiði er á meðal mótmælenda tengdum Occupy-mótmælunum eftir að lögreglan í Kaliforníu sprautaði piparúða á friðsama mótmælendur sem sátu á gangstétt á háskólalóð í Kaliforníuháskóla.

Myndband náðist af lögreglumönnunum, en þar má sjá þegar einn þeirra sprautar eitrinu beint á sitjandi mótmælendurnar án þess að þeir veiti lögreglunni viðnám.

Níu stúdentar fengu úðann yfir sig en mótmælin voru samstöðumótmæli vegna Occupy mótmælanna á Wall Street. Hægt er að horfa á myndbandið á vef Daily Telegraph.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×