Heldur áfram eftir áfallið 21. nóvember 2011 09:00 Goran kemur sjálfur með matinn til viðskiptavina og fylgist með hvernig þeim gengur „Það skiptir mun meira máli hvernig maður tekur á áföllum heldur en áföllin sjálf," segir íþróttafræðingurinn Goran Kristófer Micic. Hann var rekstraraðili líkamsræktarstöðvarinnar Grand Spa sem var opnuð árið 2007 og ætluð fyrir efnameira fólk. Goran missti stöðina fyrr á þessu ári en þrátt fyrir erfiðleikana heldur hann ótrauður áfram. „Rekstur Grand Spa gekk ekki upp. Vissulega er það sárt en ég hef heilsuna og það er bara þannig að þegar maður kemur að vegamótum í lífinu þá er alltaf val," segir hann. Nú hefur farið af stað með svonefndar matartöskur sem hann kemur sjálfur með til viðskiptavina sinna á hverjum degi og fylgist með hvernig þeim gengur. Goran fékk til liðs við sig meistarakokk af Hótel Holti, Friðgeir Inga Eiríksson, sem sér um matinn. „Friðgeir hefur sett saman þrjár leiðir. Einn fyrir þá sem eru að byggja upp, annan fyrir þá sem vilja léttast og þann þriðja sem vilja viðhalda og njóta góðrar fæðu," segir hann. Nokkur fyrirtæki bjóða þegar upp á matarpakka en Goran segist vera frumkvöðull á þessu sviði hér á landi. „Ég byrjaði á þessu fyrir rúmum tveimur árum eftir að hafa verið að gefa fólki ráð varðandi næringu, ráð sem farið var eftir að hluta. Hálfkák virkar ekki svo ég byrjaði að útbúa matartöskur fyrir mína kærustu viðskiptavini og það bara vatt uppá sig," segir hann. Á vefsíðu Gorans segir að hann komi sjálfur með matartöskurnar til viðskiptavina. Hefur hann ekki áhyggjur af því að ná ekki að sinna öllum útkeyrslum? „Ég er með takmarkaðan fjölda viðskiptavina og sinni þeim vel, þá halda þeir áfram eða jafnvel taka skrefið yfir í að ráða mig sem einkaþjálfara og gott orðspor skilar manni auknum viðskiptum. Að sjálfsögðu er heldur ekkert vit í öðru þegar maður fer af stað aftur á eigin vegum að maður geri allt sjálfur. " Hann segist heldur ekki vera matarsendill: „Ég er sá sem færir þér frábærlega samsetta fæðu og nógu ákveðinn til að fylgjast með að þú látir hana duga, fallir ekki í sykursukk, klappa þér á bakið þegar þú stendur þig og hvet þig áfram, alveg eins og ég áskil mér rétt til að skamma þig nett fyrir að fara út fyrir prógrammið," segir hann. En er þetta rétti tíminn til að fara af stað með svona starfsemi, þar sem jólin eru jú á næsta leyti? „Það er tækifæri núna til að byrja að trappa sig niður fyrir jólin. Það mun gera að verkum að jólasteikin bragðast enn betur og ekki verður ástæða til að losa um beltið og hafa samviskubit," segir hann.Tengdar fréttir:Lúxus-heilsurækt fyrir efnaða fólkið Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fleiri fréttir Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Sjá meira
„Það skiptir mun meira máli hvernig maður tekur á áföllum heldur en áföllin sjálf," segir íþróttafræðingurinn Goran Kristófer Micic. Hann var rekstraraðili líkamsræktarstöðvarinnar Grand Spa sem var opnuð árið 2007 og ætluð fyrir efnameira fólk. Goran missti stöðina fyrr á þessu ári en þrátt fyrir erfiðleikana heldur hann ótrauður áfram. „Rekstur Grand Spa gekk ekki upp. Vissulega er það sárt en ég hef heilsuna og það er bara þannig að þegar maður kemur að vegamótum í lífinu þá er alltaf val," segir hann. Nú hefur farið af stað með svonefndar matartöskur sem hann kemur sjálfur með til viðskiptavina sinna á hverjum degi og fylgist með hvernig þeim gengur. Goran fékk til liðs við sig meistarakokk af Hótel Holti, Friðgeir Inga Eiríksson, sem sér um matinn. „Friðgeir hefur sett saman þrjár leiðir. Einn fyrir þá sem eru að byggja upp, annan fyrir þá sem vilja léttast og þann þriðja sem vilja viðhalda og njóta góðrar fæðu," segir hann. Nokkur fyrirtæki bjóða þegar upp á matarpakka en Goran segist vera frumkvöðull á þessu sviði hér á landi. „Ég byrjaði á þessu fyrir rúmum tveimur árum eftir að hafa verið að gefa fólki ráð varðandi næringu, ráð sem farið var eftir að hluta. Hálfkák virkar ekki svo ég byrjaði að útbúa matartöskur fyrir mína kærustu viðskiptavini og það bara vatt uppá sig," segir hann. Á vefsíðu Gorans segir að hann komi sjálfur með matartöskurnar til viðskiptavina. Hefur hann ekki áhyggjur af því að ná ekki að sinna öllum útkeyrslum? „Ég er með takmarkaðan fjölda viðskiptavina og sinni þeim vel, þá halda þeir áfram eða jafnvel taka skrefið yfir í að ráða mig sem einkaþjálfara og gott orðspor skilar manni auknum viðskiptum. Að sjálfsögðu er heldur ekkert vit í öðru þegar maður fer af stað aftur á eigin vegum að maður geri allt sjálfur. " Hann segist heldur ekki vera matarsendill: „Ég er sá sem færir þér frábærlega samsetta fæðu og nógu ákveðinn til að fylgjast með að þú látir hana duga, fallir ekki í sykursukk, klappa þér á bakið þegar þú stendur þig og hvet þig áfram, alveg eins og ég áskil mér rétt til að skamma þig nett fyrir að fara út fyrir prógrammið," segir hann. En er þetta rétti tíminn til að fara af stað með svona starfsemi, þar sem jólin eru jú á næsta leyti? „Það er tækifæri núna til að byrja að trappa sig niður fyrir jólin. Það mun gera að verkum að jólasteikin bragðast enn betur og ekki verður ástæða til að losa um beltið og hafa samviskubit," segir hann.Tengdar fréttir:Lúxus-heilsurækt fyrir efnaða fólkið
Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fleiri fréttir Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Sjá meira