Lúxus-heilsurækt fyrir efnaða fólkið 23. ágúst 2007 10:00 Eftirsóttur Goran Kristófer Misic nýtur mikilla vinsælda hjá Nordica og mun án vafa taka mikið af kúnnum með sér yfir til Grand Spa. MYND/Anton „Þetta verður flottasta aðstaða landsins með bestu þjónustu sem völ er á,“ segir líkamsræktarfrömuðurinn Goran Kristófer Micic en í haust mun opna ný og stórglæsileg líkamsræktarstöð á Grand Hótel, Grand Spa. Það er Goran sjálfur og Gunnhildur Harpa Hauksdóttir sem standa að nýju heilsuræktinni og segir sú síðarnefnda að nýja stöðin aðgreini sig mikið frá þeirri flóru líkamsræktarstöðva sem sprottið hefur upp hér á landi á síðustu misserum. „Við munum bjóða upp á mun persónulegri og sérhæfðari þjónustu við okkar kúnna og stílum inn á fólk sem vill meiri næði í þjálfun sinni,“ segir Gunnhildur en til marks um það er stefnt að því að hafa ekki fleiri en 350 manns á árskortaskrá. Og framkvæmdastjórinn viðurkennir að Grand Spa muni stíla starfsemi sína á efnaðri viðskiptavini. „Þetta verður ekki ódýrasta stöðin og það er ekkert leyndarmál, en að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Á móti kemur að fólk fær mikið fyrir peninginn og við erum sannfærð um að það sé grundvöllur fyrir svona heilsurækt.“ Goran verður yfirþjálfari á Grand Spa en auk fullkomins tækjasals verður að finna gufuböð, nuddpotta, snyrtistofu og allt annað sem prýða þarf hina fullkomnu heilsurækt. Goran hefur um árabil verið einn eftirsóttasti einkaþjálfari landsins og er þekktur fyrir að ná miklum og góðum árangri á vinsælum námskeiðum sínum. Hann hefur verið með aðstöðu hjá Nordica Spa en segir að nýja heilsuræktin sé eðlilegt framfaraskref fyrir sig. „Hér er ég með bestu aðstöðu landsins og fæ tækifæri til að innleiða nýtt rafrænt þjálfunarkerfi sem er það fullkomnasta sem völ er á . Þetta er eitthvað sem ég varð að taka þátt í,“ segir Goran. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira
„Þetta verður flottasta aðstaða landsins með bestu þjónustu sem völ er á,“ segir líkamsræktarfrömuðurinn Goran Kristófer Micic en í haust mun opna ný og stórglæsileg líkamsræktarstöð á Grand Hótel, Grand Spa. Það er Goran sjálfur og Gunnhildur Harpa Hauksdóttir sem standa að nýju heilsuræktinni og segir sú síðarnefnda að nýja stöðin aðgreini sig mikið frá þeirri flóru líkamsræktarstöðva sem sprottið hefur upp hér á landi á síðustu misserum. „Við munum bjóða upp á mun persónulegri og sérhæfðari þjónustu við okkar kúnna og stílum inn á fólk sem vill meiri næði í þjálfun sinni,“ segir Gunnhildur en til marks um það er stefnt að því að hafa ekki fleiri en 350 manns á árskortaskrá. Og framkvæmdastjórinn viðurkennir að Grand Spa muni stíla starfsemi sína á efnaðri viðskiptavini. „Þetta verður ekki ódýrasta stöðin og það er ekkert leyndarmál, en að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Á móti kemur að fólk fær mikið fyrir peninginn og við erum sannfærð um að það sé grundvöllur fyrir svona heilsurækt.“ Goran verður yfirþjálfari á Grand Spa en auk fullkomins tækjasals verður að finna gufuböð, nuddpotta, snyrtistofu og allt annað sem prýða þarf hina fullkomnu heilsurækt. Goran hefur um árabil verið einn eftirsóttasti einkaþjálfari landsins og er þekktur fyrir að ná miklum og góðum árangri á vinsælum námskeiðum sínum. Hann hefur verið með aðstöðu hjá Nordica Spa en segir að nýja heilsuræktin sé eðlilegt framfaraskref fyrir sig. „Hér er ég með bestu aðstöðu landsins og fæ tækifæri til að innleiða nýtt rafrænt þjálfunarkerfi sem er það fullkomnasta sem völ er á . Þetta er eitthvað sem ég varð að taka þátt í,“ segir Goran.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira