Erlent

Anonymous styður Occupy-mótmælin

Mótmælandi í Zucotti Park í New York.
Mótmælandi í Zucotti Park í New York. mynd/AFP
Gríma Guy Fawkes hefur sést víða í Occupy-mótmælunum.mynd/AFP
Tölvuþrjótahópurinn Anonymous hefur lýst yfir stuðningi við Occupy-mótmælahreyfinguna í Bandaríkjunum. Í yfirlýsingu sem birtist um helgina kemur fram að samtökin muni berjast gegn þeim sem handtaka og misþyrma þeim 99% sem mótmæla nú víðsvegar í Bandaríkjunum.

Ásamt því að sýna samstöðu með Occupy-hreyfingunni birti Anonymous mikinn fjölda tölvupósta sem skrifaðir voru af fyrrverandi leyniþjónustumanni sem starfaði við rannsóknir á tölvuglæpum. Í póstunum koma ýmsar upplýsingar fram sem varða baráttu yfirvalda í Bandaríkjunum við tölvuglæpi. Að auki - og í takt við fyrri birtingar Anonymous - koma fram persónulegar upplýsingar leyniþjónustumannsins og þeirra sem hann hafði samskipti við.

Lengi hefur verið talið að Anonymous tengist Occupy-mótmælunum sem hófust í New York fyrir tæpum tveimur mánuðum. Margir mótmælendur bera Guy Fawkes grímuna sem er eitt af helstu merkjum Anonymous.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×