Erlent

Enn barist á Frelsistorgi

Mynd/AP
Átök hafa blossað upp að nýju á Frelsistorginu í Kairó höfuðborg Egyptalands í dag. Að minnsta kosti þrjátíu og þrír létust í átökum sem upphófust á torginu á laugardaginn var og hundruð hafa slasast. Mótmælendurnir óttast að bráðabirgðastjórnin í Egyptalandi sé að reyna að treysta sig í sessi í stað þess að boða til kosninga eins fljótt og hægt er.

Öryggislögreglan er sögð hafa farið mjög hart fram á torginu um helgina og hefur menningarmálaráðherra landsins sagt af sér af því tilefni og 25 stjórnmálaflokkar í landinu hafa það sem af er degi krafist afsagnar innanríkisráðherrans vegna átakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×