Lífið

Uppselt á snjóbrettamynd

elly@365.is skrifar
Snjóbrettamyndin Art of flight var sýnd í Bíó Paradís 11. nóvember síðastliðinn. Red bull stóð fyrir sýningunni og kom auk þess að gerð myndarinnar sem tók tvö ár. Aðeins voru 160 miðar í boði á sýninguna sem seldust upp á örfáum dögum.

Eingöngu var um þessa einu sýningu að ræða í Reykjavík en unnið er að því að fá myndina sýnda á Akureyri.

Art of flight hefur vakið gríðarlegt umtal og stiklur úr myndinni þar sem óttalausir snjóbrettamenn svífa í lausu lofti, í ótrúlegri hæð, í snævi þöktum hlíðum eru hreint út sagt magnaðar og ekki fyrir lofthrædda.

Í myndinni einsettu snjóbrettakappinn Travis Rice og vinir hans sér að endurskilgreina hvað væri mögulegt og ekki mögulegt á snjóbretti.

Gestum bauðst að skoða snjóbrettalínuna frá Nikita og húfur frá Extra. Þá kynnti Kindin starfsemi sína, plötusnúðurinn Atli úr Kanilgenginu kynnti undir með mögnuðum tónvef á meðan gestir sötruðu Red Bull.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.