Innlent

Þór vill að tjaldbúarnir á Austurvelli fái að nota klósettið á Alþingi

Mynd/Sigurjón
Þór Saari.
Þór Saari þingmaður hefur sent forsætisnefnd Alþingis bréf þar sem hann hvetur til þess að tjaldbúarnir sem hafst hafa við á Austurvelli síðustu daga, fái að nýta sér hreinlætisaðstöðu Alþingis.

„Eins og flestum okkar er kunnugt er tjaldvist oft ansi vosbúðarleg að ekki sé talað um

í síðari hluta nóvembermánaðar. Ég vil því leggja til að Alþingi létti þessu fólki vistina með einhverjum hætt með t.d. aðgangi að hreinlætisaðstöðu en lítið er um hreinlætisaðstöðu á svæðinu.  Eins mætti hugsa sér að eldhús þingsins hefði til reiðu heita súpu við lok vinnudags þingsins sem færa mætti tjaldbúum," segir Þór í bréfi sínu til nefndarinnar.

Hann leggur því til að tjaldbúarnir sem andæft hafa forgangsröðun stjórnvalda í anda Occupy mótmælanna sem breiðst hafa um heiminn, fái að komast á klósettið á Alþingi, „þann tíma sólarhringsins sem þingfundur er ekki, ella er hætta á að

andrúmsloftið umhverfis þinghúsið versni til muna.  Eins yrði það velgjörðar gerningur sem

sómi yrði af, ekki síst nú í aðdraganda Aðventu, ef Alþingi gæfi fólkinu heita súpu daglega.“

Að lokum hvetur Þór nefndarmenn til þess að gera sér fer „yfir gjána“ og heilsa upp á fólkið „enda um besta fólk að ræða.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×