Innlent

Hálf milljón hefur heimsótt Hörpu

Gestafjöldi í Hörpu frá opnun hússins telur nú rúmlega 500 þúsund manns og nú í októbermánuði einum og sér komu yfir 120 gestir í húsið. Í tilkynningu frá rekstraraðilum segir að aðsókn á viðburði í húsinu sé vel yfir áætlunum og einnig sé töluverður fjöldi fólks sem komi daglega í húsið í skoðunarferðir og til þess að sækja veitingastaði og verslanir.

„Mikill áhugi er á viðburðum hússins erlendis og fjöldi fyrirspurna liggur fyrir frá erlendum ferðaskrifstofum um starfsemi hússins á næsta ári,“ segir ennfremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×