Innlent

Brennuvargur í Vestmannaeyjum: Enn leitað að vitnum

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur enn ekki komist að því hver eða hverjir voru að verki þegar kveikt var í nót við netaverkstæði í bænum í síðustu viku, eða þann áttunda nóvember. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og varð ekkert tjón á öðru en nótinni en talið víst að um íkveikju hafi verið að ræða.

„Lögreglan ítrekar fyrri fréttatilkynningu varðandi atvikið og óskar eftir að þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hver eða hverjir þarna voru á ferð gefi sig fram við lögreglu," segir í tilkynningu.


Tengdar fréttir

Margt bendir til þess að sjúkur brennuvargur sé á ferli

Brennuvargar ollu milljónatjóni í Vestmannaeyjum í gær þegar kveikt var í síldarnót. Þetta er ein af mörgum óupplýstum íkveikjum í eyjum á undanförnum árum. Bæjarstjórinn segir sjúkan einstakling ganga lausan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×