Innlent

Dularfullur olíuleki skapar hættu í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar.
Lögreglan í Vestmannaeyjum var tilkynnt um að olía læki niður Strembugötu frá bifreiðastæðinu við Höllina í síðustu viku.

Var slökkvilið Vestmannaeyja kallað út til að hreinsa olíuna. Ekki er vitað hvaðan þessi olía kom, en þarna var um töluverða hættu að ræða þar sem gatan varð mjög hál.

Engin óhöpp urðu af völdum olíunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×