Innlent

Ögmundur svarar í næstu viku

JMI skrifar
Innanríkisráðherra hefur nú til skoðunar beiðni Huangs Nubos um undanþágu til kaupa á Grímsstöðum á fjöllum. Málið hefur nú verið til umfjöllunar í ráðuneytinu í nokkurn tíma. Ögmundur Jónasson segir nú styttast í að ákvörðun sín verði opinberuð.

„Það er í eðlilegu stjórnsýsluferli inn í innanríkisráðuneytinu þar sem fjallað er um málið. Ég geri ráð fyrir því að gera ríkisstjórninni grein fyrir stöðu málsins, hugsanlega og vonandi niðurstöðu, í lok næstu viku," segir Ögmundur.

Þá mun því væntanlega koma í ljós hvort af kaupum Nubos verði. Ögmundur vildi þó ekki segja hvort ákvörðun hafi nú þegar verið tekin um afstöðu ráðuneytisins í málinu.

„Sérfræðingar innanríkisráðuneytisins eru að fara yfir málið. Þeir vinna falega að því og það þarf enginn að efast um þeirra fagmennsku."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×