Erlent

Fyrsta morðmálið í Færeyjum frá árinu 1988

Óhugur ríkir meðal Færeyinga þessa stundina þar sem færeyska lögreglan rannsakar nú það sem virðist vera fyrsta morðmálið sem kemur upp á eyjunum frá árinu 1988.

Búið er að handtaka 32 ára gamlan mann og úrskurða hann í gæsluvarðhald vegna morðsins. Hann neitar sök.

Fórnarlambið er 42 ára gamall maður, kallaður Pidde, en hann kemur fram Saltangará, litlu þorpi á Austurey. Sá sem handtekinn hefur verið var kærasti fyrrum eiginkonu Pidde en hann hafði búið á heimili þeirra frá því að þau skildu.

Í fréttum færeyskra fjölmiðla kemur fram að líkið af Pidde hafi enn ekki fundist en talið er að morðið hafi átt sér stað fyrr í þessum mánuði. Danska lögreglan aðstoðar þá færeysku við rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×