Innlent

Áfallateymi ræst út á Siglufirði

Búið er að leggja kerti hjá staðnum þar sem stúlkurnar lentu í slysinu.
Búið er að leggja kerti hjá staðnum þar sem stúlkurnar lentu í slysinu. Mynd / Egill
Áfallateymi fyrir svæði sýslumannsins á Akureyri mun funda klukkan fjögur í dag vegna sviplegs fráfalls þrettán ára stúlku á Siglufirði, en hún lést í gærkvöldi þegar ekið var á hana og tvær vinkonur hennar.

Önnur stúlka slasaðist einnig alvarlega en hún er ekki í lífshættu. Þriðja stúlkan var útskrifuð af heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar í gærkvöldi.

Minningarstund fer fram í Siglufjarðarkirkju klukkan hálf níu í kvöld.

Að sögn Magnúsar G. Gunnarssonar, sóknarprests á Dalvík, sem situr í áfallateyminu, verða aðgerðir hópsins samræmdar á fundinum. „Þar verður rætt hvernig við getum sem best stutt við íbúa á svæðinu,“ bætir Magnús við.


Tengdar fréttir

Banaslys á Siglufirði

Ung stúlka beið bana, önnur slasaðist alvarlega en sú þriðja slapp nær ómeidd, þegar þær urðu fyrir fólksbíl á Langeyrarvegi á Siglufirði uppúr klukkan tíu í gærkvöldi.

Harmur á Siglufirði - kyrrðarstund í kvöld

Stúlkan, sem lenti í umferðaslysi á Siglufirði í gærkvöldi ásamt vinkonum sínum, er ekki lífshættu. Ekið var á þrjár stúlkur á Langeyrarvegi í gærkvöldi með þeim afleiðingum að ein þeirra lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×