Innlent

BEINT - Setningarræða Bjarna á landsfundi

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins heldur núna klukkan hálf fimm setningarræðu á landsfundi flokksins sem hófst í dag og stendur fram á sunnudag. Von er á viðburðarríkum landsfundi þar sem Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni sem sækist eftir endurkjöri. Á laugardag munu frambjóðendurnir halda framboðsræður sínar og á sunnudag verður kosið um embætti formanns og varaformanns. Vísir ætlar að sýna frá fundinum í beinni útsendingu yfir helgina og greina frá helstu viðburðum.

Smelltu hér að ofan til þess að horfa á setningarræðu formanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×