Innlent

Elva Dögg fer á kostum í uppistandi

Elva Dögg Gunnarsdóttir sem vakið hefur mikla athygli í heimildamyndinni „Snúið líf Elvu" ætlar að hita upp fyrir sýningu á Dagbók Önnu Knúts sem leikkonan Anna Svava Knútsdóttir hefur troðið upp með í Gaflaraleikhúsinu undanfarið við góða undirtektir.

Elva Dögg, sem þjáist af Tourette, hefur alltaf tekist á við sjúkdóminn með gríni og brosi á vör og hún er frábær uppistandari og sá eini á Íslandi sem er með sjúkdóminn, svo vitað sé. Elva Dögg kom meðal annars fram í söfnunarþætti SEM, „Lifið heil", á Stöð 2 í síðasta mánuði. Hægt er að sjá atriði Elvu í Sjónvarpi Vísis.

Hægt er að panta miða á Dagbók Önnu Knúts á midi.is, á midasala@gaflaraleikhusid.is og í síma 5655900. Sýningin hefst klukkan 21:00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×