Innlent

Ofurölvi maður gaf lögreglumanni á kjaftinn

Ofurölvi maður, sem talinn var nær ósjálfbjarga, barði óvænt lögreglumann í andlitið af þvílíkum krafti að lögreglumaðurinn vankaðist við.

Þetta gerðist í versluninni 11-11 við Laugalæk laust fyrir klukkan þrjú í nótt. Kallað hafði verið á lögreglu vegna mannsins, en þegar lögreglumenn buðust til að aka honum heim, brást hann svona við.

Í stað þess að hvíla á eigin kodda það sem eftir lifði nætur, gistir hann nú fangageymslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×