Innlent

Pörupiltar á ferðinni í Kópavogi í nótt

Tveir pörupiltar tóku sig til í nótt og foru að dreifa DV blöðum á nýstárlegan hátt. Þeir stálu blaðabunka, sem beið blaðburðarmanns, og hófu svo blaðadreifingu út um glugga bílsins, sem þeir voru á, á fullri ferð um Kópavog.

Lögregla greip þá og skikkaði þá til að safna öllum blöðunum saman aftur. 

Aðrir tveir tóku sig til og klifruðu upp á stjórnarráðshúsið. Annar var kominn alveg upp á mæni þess þegar lögregla skarst í leikinn. Engin pólitískur tilgangur var með þessu tiltæki og eftir að lögreglumenn höfðu veitt þeim föðurlegt tiltal var þeim sleppt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×