Innlent

Kringlumýrarbraut lokuð til suðurs

Kringlumýrarbraut er lokuð til suðurs á móts við N1 í Fossvogi vegna umferðaróhapps og eru vegfarendur sem eru á leið til Reykjavíkur hvattir til að fara Reykjanesbrautina.

Umferðarstofa vill hvetja ökumenn til að gæta þess að fara helst ekki í gegnum íbúðarhverfi eða aðrar leiðir þar sem búast má við umferð barna eða gangandi vegfarenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×