Innlent

Ætlar að bjóða sig fram í næstu kosningum

Andófskonan frá Burma, Aung San Suu Kyi, hefur nú tilkynnt að hún ætli að bjóða sig fram til þings í næstu kosningum. Flokkur hennar ákvað að sniðganga síðustu kosningar sem fram fóru fyrir ári, en það voru fyrstu frjálsu kosningarnar í landinu í 20 ár.

Ekkert hefur verið ákveðið um hvenær næstu kosningar verða en Suu Kyi segir að þá muni flokkur hennar taka fullan þátt. Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna er á leið til landsins í opinbera heimsókn í næsta mánuði en utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur ekki heimsótt Burma í hálfa öld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×