Innlent

Höfða til ábyrgðarkenndar ungs fólks

NEI hreyfing gegn kynbundnu ofbeldi stendur um þessar mundir fyrir forvarnarátaki sem beinist að ungu fólki. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að markmiðið sé að vekja almenning til vitundar um alvarleika kynbundins ofbeldis og höfða til ábyrgðarkenndar hjá ungu fólki.

„Í umræðu um nauðganir og kynferðislegt ofbeldi má enn finna leifar af því viðhorfi að ábyrgð af ofbeldinu megi að einhverju leyti rekja til þolendanna sjálfra. Rauður þráður í starfi hreyfingarinnar frá upphafi hefur verið að undirstrika ábyrgð gerenda," segir ennfremur.

Veggspjöldum hefur verið dreift í félagsmiðstöðvar Samfés og í alla framhaldsskóla landsins. Yfirskrift átaksins er „10 ráð til að koma í veg fyrir nauðgun".



Nánar má kynna sér átakið hér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×