Erlent

Skotið á mótmælendur í Egyptalandi

Frá mótmælum í Egyptalandi.
Frá mótmælum í Egyptalandi.
Egypski herinn skaut á mótmælendur á Tahrir torginu í Egyptalandi í dag með þeim afleiðingum að 81 særðust. Mótmælendur höfðu tjaldað á torginu og kröfðust þess að herforingjastjórnin afhenti almenningi aftur völdin í landinu.

Upp úr sauð eftir að reka átti mótmælendur af torginu. Þeir snérust þá til varnar og tókst að ná völdum á einni bifreið lögreglunnar. Í kjölfarið snéri lögreglan aftur, nú fílefld og grá fyrir járnum.

Lögreglan notaðist við gúmmíkúlur en mótmælendur halda því fram að þeir hafi miðað á höfuð mótmælenda og fjölmargir hafi slasast illa.

Aðeins níu dagar eru í þingkosningar í Egyptalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×