Innlent

Garðyrkjustjóri: Mótmælendur hefðu mátt hafa samband fyrir helgi

Beðið eftir svari.
Beðið eftir svari. Mynd / Sigurjón
„Það kom lína frá þeim í dag," segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri hjá Reykjavíkurborg, en mótmælendur sem hafa tjaldað á Austurvelli undanfarna daga sendu honum skilaboð í dag þar sem þeir óskuðu eftir því að fá að tjalda fyrir utan Alþingishúsið.

„Það hefði samt verið fínt hefðu þeir haft samband fyrir helgi," segir Þórólfur en lögreglan hefur fjarlægt tjöldin á hverjum degi síðan á sunnudagskvöldið síðasta. Ástæðan er sú að samkvæmt lögreglusamþykktum er ólöglegt að tjalda annarstaðar en á merktum tjaldsvæðum borgarinnar.

Tjald-mótmælendurnir, sem kenna sig við Occupy-mótmælin í New York og víðar, hafa reynt að tjalda án leyfis, en í dag sögðu þeir við lögregluna að þeir væru komnir með leyfi frá garðyrkjustjóranum, það reyndist þó ekki rétt.

Þórólfur segist ekki vita hversu langan tíma það taki að veita þeim leyfið. Yfirleitt taki það einhverja daga, „en núna erum við að reyna að gera þetta eins hratt og við getum," segir Þórólfur sem hefur sent fyrirspurn á móti. Hann segist þurfa fá nokkur atriði á hreint áður en leyfið sé gefið.

„Þannig boltinn er hjá þeim núna," segir Þórólfur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×