Dráttartaug komin í Ölmu - mikill viðbúnaður á svæðinu 5. nóvember 2011 16:49 Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru báðar í viðbragðsstöðu. Dráttartaug hefur nú verið komið á ný milli flutningaskipsins Ölmu og togskipsins Hoffells. Taugin slitnaði um ellefuleytið í morgun, og hefur síðan verið unnið að því að koma henni fyrir aftur. Það tókst laust fyrir klukkan fjögur í dag og er nú stefnan tekin á Reyðarfjörð. Mikill viðbúnaður er á svæðinu, enda fer veður versnandi þar og full ástæða til að vera við öllu búinn. Þyrlur Landhelgisgæslunnar TF-LIF og TF-GNÁ eru báðar í viðbragðsstöðu, önnur á Höfn í Hornafirði og hin í Reykjavík. Varðskipið Þór var sent af stað frá Reykjavík í dag. Gert er ráð fyrir að siglingin taki um 15 klukkustundir. Skipið verður því ekki komið á staðinn fyrr en í fyrramálið. Þá var varðskipið Ægir einnig sent af stað og verður til taks austur af Stokknesi. Alma er 100 metra flutningaskip, skráð á Kýpur. Skipið lenti í vandræðum í nótt þegar stýribúnaður þess virkaði ekki. Í dag hafa staðið yfir umfangsmiklar björgunaraðgerðir, sem á margan hátt hafa gengið fremur brösuglega. Meðal annars slitnaði dráttartaug sem komið hafði verið fyrir í Ölmu. Þá ollu tungumálaörðugleikar því að erfitt var að liðsinna áhöfn skipsins. Og þá hefur veðrið ekki bætt úr skák. Tengdar fréttir Dráttartaugin slitnaði - Þór í jómfrúarútkallið Dráttartaug á milli togskipsins Hoffells og Ölmu, hundrað metra flutningaskips frá Kýpur, slitnaði nú laust fyrir hádegi eftir að Landhelgisgæslan kom því til bjargar í nótt. Stýrisbúnaður skipsins bilaði og gæslan var því kölluð út í umfangsmiklar björgunaraðgerðir. Í þeim var Þór sendur í jómfrúarútkallið sitt. 5. nóvember 2011 12:08 Þór lagður af stað til björgunar Ennþá er unnið að því að koma upp dráttartaug milli togskipsins Hoffells og flutningaskipsins Ölmu. Búist er við því að þær tilraunir beri árangur á næstu stundum. Mikið hvassviðri er á svæðinu, og meðan tauginni hefur ekki verið komið fyrir rekur flutningaskipið stjórlaust utan við landið. Varðskipið Þór hefur verið sent af stað til að taka þátt í björgunaraðgerðum. Siglingin er hins vegar nokkuð löng og ekki er gert ráð fyrir því að Þór komi á svæðið fyrr en klukkan sex í fyrramálið. 5. nóvember 2011 14:53 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Dráttartaug hefur nú verið komið á ný milli flutningaskipsins Ölmu og togskipsins Hoffells. Taugin slitnaði um ellefuleytið í morgun, og hefur síðan verið unnið að því að koma henni fyrir aftur. Það tókst laust fyrir klukkan fjögur í dag og er nú stefnan tekin á Reyðarfjörð. Mikill viðbúnaður er á svæðinu, enda fer veður versnandi þar og full ástæða til að vera við öllu búinn. Þyrlur Landhelgisgæslunnar TF-LIF og TF-GNÁ eru báðar í viðbragðsstöðu, önnur á Höfn í Hornafirði og hin í Reykjavík. Varðskipið Þór var sent af stað frá Reykjavík í dag. Gert er ráð fyrir að siglingin taki um 15 klukkustundir. Skipið verður því ekki komið á staðinn fyrr en í fyrramálið. Þá var varðskipið Ægir einnig sent af stað og verður til taks austur af Stokknesi. Alma er 100 metra flutningaskip, skráð á Kýpur. Skipið lenti í vandræðum í nótt þegar stýribúnaður þess virkaði ekki. Í dag hafa staðið yfir umfangsmiklar björgunaraðgerðir, sem á margan hátt hafa gengið fremur brösuglega. Meðal annars slitnaði dráttartaug sem komið hafði verið fyrir í Ölmu. Þá ollu tungumálaörðugleikar því að erfitt var að liðsinna áhöfn skipsins. Og þá hefur veðrið ekki bætt úr skák.
Tengdar fréttir Dráttartaugin slitnaði - Þór í jómfrúarútkallið Dráttartaug á milli togskipsins Hoffells og Ölmu, hundrað metra flutningaskips frá Kýpur, slitnaði nú laust fyrir hádegi eftir að Landhelgisgæslan kom því til bjargar í nótt. Stýrisbúnaður skipsins bilaði og gæslan var því kölluð út í umfangsmiklar björgunaraðgerðir. Í þeim var Þór sendur í jómfrúarútkallið sitt. 5. nóvember 2011 12:08 Þór lagður af stað til björgunar Ennþá er unnið að því að koma upp dráttartaug milli togskipsins Hoffells og flutningaskipsins Ölmu. Búist er við því að þær tilraunir beri árangur á næstu stundum. Mikið hvassviðri er á svæðinu, og meðan tauginni hefur ekki verið komið fyrir rekur flutningaskipið stjórlaust utan við landið. Varðskipið Þór hefur verið sent af stað til að taka þátt í björgunaraðgerðum. Siglingin er hins vegar nokkuð löng og ekki er gert ráð fyrir því að Þór komi á svæðið fyrr en klukkan sex í fyrramálið. 5. nóvember 2011 14:53 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Dráttartaugin slitnaði - Þór í jómfrúarútkallið Dráttartaug á milli togskipsins Hoffells og Ölmu, hundrað metra flutningaskips frá Kýpur, slitnaði nú laust fyrir hádegi eftir að Landhelgisgæslan kom því til bjargar í nótt. Stýrisbúnaður skipsins bilaði og gæslan var því kölluð út í umfangsmiklar björgunaraðgerðir. Í þeim var Þór sendur í jómfrúarútkallið sitt. 5. nóvember 2011 12:08
Þór lagður af stað til björgunar Ennþá er unnið að því að koma upp dráttartaug milli togskipsins Hoffells og flutningaskipsins Ölmu. Búist er við því að þær tilraunir beri árangur á næstu stundum. Mikið hvassviðri er á svæðinu, og meðan tauginni hefur ekki verið komið fyrir rekur flutningaskipið stjórlaust utan við landið. Varðskipið Þór hefur verið sent af stað til að taka þátt í björgunaraðgerðum. Siglingin er hins vegar nokkuð löng og ekki er gert ráð fyrir því að Þór komi á svæðið fyrr en klukkan sex í fyrramálið. 5. nóvember 2011 14:53