Gnarr heimsótti Occupy Wall Street með apagrímu á hausnum 31. október 2011 14:36 Jón Gnarr borgarstjóri var staddur í New York um helgina þar sem hann tók þátt í ráðstefnu sem útvarpsstöð þar í borg stóð fyrir og fjallaði um framtíð útvarpsins. Jón var málshefjandi á ráðstefnunni en virðist þó ekki hafa fjallað mikið um útvarp í ræðu sinni ef marka má umfjöllun blaðakonunar Melenu Ryzik á bloggsíðu New York Times. Jón lýsti Besta flokknum fyrir ráðstefnugestum og sagði hann fyrsta „stjórnleysis - súrealista" flokk sögunnar. Flokkurinn hefur enga heimspeki að hans sögn, allt sé byggt á vitleysu. „Ég trúi á vitleysuna," sagði Jón og bætti reyndar við að grín sé hans trúarbrögð. Jón tjáði sig einnig um íslensku krónuna sem hann segir vera „drasl". Evran sé hinsvegar einfaldlega „ekki svöl". Hann ræddi einnig um inngöngu Íslands í Evrópusambandið og sagði að Tyrkir ættu að fara inn á undan Íslendingum. Þeir séu búnir að bíða lengur og þessvegna væru það mannasiðir að hleypa þeim fyrst inn. „Mér er sama hvort fólki líki við mig eða ekki," segir Jón einnig. „Eitt af mínum persónulegu markmiðum er að eyðileggja þessa ímynd sem búin hefur veið til af leiðtoganum." Að lokum er tekið til þess að Jón sé aðdáandi South Park og þessvegna hafi hann langað til þess að sjá „The Book of Mormon," sem félagarnir Matt Stone og Trey Parker hafa sett upp á Broadway. Honum fannst miðarnir hinsvegar vera of dýrir. „Í staðinn heimsótti herra Gnarr Occupy Wall Street, klæddur í svartan jakkafatajakka og með appelsínugula órangútagrímu á haudnum." Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri var staddur í New York um helgina þar sem hann tók þátt í ráðstefnu sem útvarpsstöð þar í borg stóð fyrir og fjallaði um framtíð útvarpsins. Jón var málshefjandi á ráðstefnunni en virðist þó ekki hafa fjallað mikið um útvarp í ræðu sinni ef marka má umfjöllun blaðakonunar Melenu Ryzik á bloggsíðu New York Times. Jón lýsti Besta flokknum fyrir ráðstefnugestum og sagði hann fyrsta „stjórnleysis - súrealista" flokk sögunnar. Flokkurinn hefur enga heimspeki að hans sögn, allt sé byggt á vitleysu. „Ég trúi á vitleysuna," sagði Jón og bætti reyndar við að grín sé hans trúarbrögð. Jón tjáði sig einnig um íslensku krónuna sem hann segir vera „drasl". Evran sé hinsvegar einfaldlega „ekki svöl". Hann ræddi einnig um inngöngu Íslands í Evrópusambandið og sagði að Tyrkir ættu að fara inn á undan Íslendingum. Þeir séu búnir að bíða lengur og þessvegna væru það mannasiðir að hleypa þeim fyrst inn. „Mér er sama hvort fólki líki við mig eða ekki," segir Jón einnig. „Eitt af mínum persónulegu markmiðum er að eyðileggja þessa ímynd sem búin hefur veið til af leiðtoganum." Að lokum er tekið til þess að Jón sé aðdáandi South Park og þessvegna hafi hann langað til þess að sjá „The Book of Mormon," sem félagarnir Matt Stone og Trey Parker hafa sett upp á Broadway. Honum fannst miðarnir hinsvegar vera of dýrir. „Í staðinn heimsótti herra Gnarr Occupy Wall Street, klæddur í svartan jakkafatajakka og með appelsínugula órangútagrímu á haudnum."
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira