Erlent

Tölvuþrjótar fella barnaklámshring

Meðlimir Anonymous sjást iðulega með Guy Fawkes grímur.
Meðlimir Anonymous sjást iðulega með Guy Fawkes grímur.
Tölvuþrjótasamtökin Anonymous segjast hafa afhjúpað risavaxinn barnaklámshring.

Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að hópurinn hafi ráðist á nokkrar vefsíður og tekið þær niður af vefnum. Ein þessara vefsíða hafði 1.589 meðlimi og yfir 100 gígabæt af barnaklámi. Öll notendanöfn vefsíðnanna voru birt í tilkynningunni.

Vefsíðurnar eru allar hluti af svokölluðu Myrkraneti en það eru síður sem er ósýnilegar öllum nema þeim sem kunna að finna þær.

Samtökin segjast hafa stundað árásir á þessar síður í nokkrar vikur og með því að tilkynna um þær vonast hópurinn eftir úrræðum til að halda þeim áfram.

Anonymous hópurinn hefur ráðist á ýmis fyrirtæki og samtök. Fyrr á árinu felldi hópurinn heimasíðu Mastercard og PayPal eftir að fyrirtækin lokuðu fyrir færslur til Wikileaks.

Næsta skotmark Anonymous er hinn umdeildi sértrúasöfnuður Westboro Baptist Church.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×