Hefði heldur betur sett strik í reikninginn ef lögin væru felld 28. október 2011 17:52 Steingrímur J. Sigfússon. „Þetta er stór áfangi fyrir okkur. Skárra væri það nú," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann var inntur viðbragða vegna úrskurðar Hæstaréttar um neyðarlögin. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að neyðarlögin væru lögleg. „Það er alveg ljóst að við gátum ekki varið hagkerfið með öðrum leiðum en neyðarlögum af einhverju tagi, þó það megi deila um það með hvaða hætti lögin voru gerð," segir Steingrímur og bætir við að öll úrvinnsla ríkisins eftir hrunið hafi verið byggt á þessum lögum. „Það hefði því heldur betur sett strik í reikninginn hefðu þau ekki haldið," segir Steingrímur. Steingrímur stendur í stórræðum þessa dagana en landsfundur Vinstri grænna fer fram á Akureyri nú um helgina. Steingrímur er í framboði til formanns flokksins og hefur nú óvænt borist mótframboð. Það er Þorvaldur Þorvaldsson sem bauð sig á móti honum en hann segir formanninn hafa fært flokkinn frá stefnu hans, meðal annars í evrópumálum. „Það kemur í ljós í kosningunum á morgun hvernig ég stend að vígi innan flokksins," segir Steingrímur og það virðist engan bilbug finna á honum þrátt fyrir mótframboðið. Steingrímur viðurkennir engu að síður að forystan hafi gert erfiðara málamiðlanir. Meðal annars í evrópumálum. Hægt er að hlusta á viðtalið við Steingrím hér en þar fer hann vítt yfir, meðal annars yfir fund á vegum AGS og Seðlabankans í Hörpu í gær. Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
„Þetta er stór áfangi fyrir okkur. Skárra væri það nú," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann var inntur viðbragða vegna úrskurðar Hæstaréttar um neyðarlögin. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að neyðarlögin væru lögleg. „Það er alveg ljóst að við gátum ekki varið hagkerfið með öðrum leiðum en neyðarlögum af einhverju tagi, þó það megi deila um það með hvaða hætti lögin voru gerð," segir Steingrímur og bætir við að öll úrvinnsla ríkisins eftir hrunið hafi verið byggt á þessum lögum. „Það hefði því heldur betur sett strik í reikninginn hefðu þau ekki haldið," segir Steingrímur. Steingrímur stendur í stórræðum þessa dagana en landsfundur Vinstri grænna fer fram á Akureyri nú um helgina. Steingrímur er í framboði til formanns flokksins og hefur nú óvænt borist mótframboð. Það er Þorvaldur Þorvaldsson sem bauð sig á móti honum en hann segir formanninn hafa fært flokkinn frá stefnu hans, meðal annars í evrópumálum. „Það kemur í ljós í kosningunum á morgun hvernig ég stend að vígi innan flokksins," segir Steingrímur og það virðist engan bilbug finna á honum þrátt fyrir mótframboðið. Steingrímur viðurkennir engu að síður að forystan hafi gert erfiðara málamiðlanir. Meðal annars í evrópumálum. Hægt er að hlusta á viðtalið við Steingrím hér en þar fer hann vítt yfir, meðal annars yfir fund á vegum AGS og Seðlabankans í Hörpu í gær.
Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira