Segir marga vini og ættingja Bjarna Ben fara á landsfundinn Boði Logason skrifar 28. október 2011 18:30 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Á fundi fulltrúaráðs þriggja sjálfstæðisfélaga í Garðabæ í gærkvöldi lagði Auður Finnbogadóttir, sjálfstæðismaður í Garðabæ, fram tillögu um að hún myndi taka sæti á landsfundinum, sem haldinn verður í næsta mánuði, í staðinn fyrir Þóru Margréti Baldvinsdóttur, eiginkonu Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. Á fundi fulltrúaráðsins voru lagði fram listar frá Huginn, félagi ungra sjálfstæðismanna í Garðabær og Sjálfstæðisfélagi Garðabæjar, auk lista fulltrúaráðsins. Á listunum eru nöfn einstaklinga sem fara á landsfundinn frá Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ. Tillaga Auðar, um að strika yfir Þóru Margréti, var felld með þrjátíu og þremur atkvæðum gegn tveimur en Auður segir í samtali við fréttastofu að hún hafi strikað út Þóru Margréti í fljótfærni og það að hún sé eiginkona formannsins komi málinu ekkert við. Hún segir að aðferðin, sem notuð sé við að velja fulltrúa á landsfundinn, sé úrelt og eldgömul. Þá segir hún að meirihlutinn af þeim sem séu á „fyrirfram ákveðnum" listum í Garðabæ séu ættingjar og vinir Bjarna Benediktsson, formanns flokksins. Auður er vinkona Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem hefur verið orðuð við formannsframboð, og fengið góðar undirtektir í skoðanakönnunum undanfarið. Hún segir að því hafi verið stillt upp í fjölmiðlum í dag að það væri ástæða þess að hún hefði boðið fram krafta sína á fundinum í gær. Það sé alls ekki rétt - hún hafi einungis viljað bjóða fram krafta sína á eigin forsendum því hún hafi tekið þátt í starfi flokksins í gegnum árin. Auður segir að hún hafi heyrt af því fyrir nokkrum árum að til að komast á landsfundinn þyrfti fólk að mæta á þennan fund fulltrúaráðsins. Þegar fundarstjórinn hafi farið upp í pontu og lagt listana fram hafi hún stoppað hann af. Hún segist hafa sagt honum að hún hafi mætt á þeim fundinn til að bjóða fram krafta sína og gert ráð fyrir því að fundurinn væri lýðræðislegur, þar sem fólk gæti fengið tækifæri til að komast á landsfundinn. Henni var svo tjáð að hún þyrfti að bera upp breytingartillögu á listunum ef hún vildi fá að vera á listanum. „Og þá er mér sagt að ég þurfi að strika út nafn af listanum. Ég þurfti að ákveða hver dettur út og þurfti að gera það á nokkrum sekúndum," segir hún. Ástæðu þess að hún hafi strikað yfir Þóru Margréti sé af því að hún hafi kannast við nafnið. Á fundinum í gær nefndi Auður hinsvegar að Þóra Margrét væri nýbúin að eignast barn og það væri ekki góður tími að vera á landsfundi með svona ungt barn. Hún hafi hinsvegar fljótlega áttað sig á því að þau rök væru óheppileg út frá jafnréttissjónarmiðum. „...en af því að ég var þvinguð í þessa stöðu þá voru þetta mín fyrstu viðbrögð í hita leiksins."Auður FinnbogadóttirHún gagnrýnir harðlega að einstaklingur sem vilji bera upp breytingartillögu þurfi að strika út annað nafn á listanum. Þá segist hún ekki hafa strikað út Þóru Margréti vegna þess að hún sé eiginkona formannsins eða vegna vinskapar síns við Hönnu Birnu. „Alls ekki, þetta var aldrei hugsað þannig. Ef ég hefði viljað komi höggi á Bjarna, með því að henda einhverjum öðrum út sem var klárlega hans vinur, ættingi eða stuðningsmaður, þá hefði það verið mjög auðvelt því það voru mjög margir þannig á listanum," segir hún. Hún segir að aðrir fundargestir hafi gagnrýnt þessa aðferð, að strika yfir annað nafn til að komast á listann. „Það voru tveir sem komu upp í pontu á eftir mér sem fannst það jafn fáránlegt." Þá segir hafi það einnig verið rætt í lok fundarins að breyta fyrirkomulaginu fyrir næsta landsfund. Eftir að tillaga Auðar var felld var lagður fram listi yfir fulltrúa frá fulltrúaráðinu. Og aftur þurfti hún að strika yfir nafn til að komast að á þeim lista. Hún segist hafa strikað yfir nafn á ungri stelpu fæddri 1989 og segist hafa notað þau rök, ekki af yfirveguðu og ígrunduðu máli, að hún skildi frekar vera á lista yfir unga sjálfstæðismenn. Auður segir að eftir á hafi hún eflaust átt að strika yfir nöfn einstaklinga sem voru ekki einu sinni mætt á fundinn í gær fremur en Þóru Margréti og yngri konuna. Hún segist hafa talað við nokkra einstaklinga á fundinum sem gagnrýndu aðferðina, að þurfa að strika yfir nöfn til að komast að. „Ég vildi bara bjóða fram krafta mína eins og hver annar einstaklingur," segir hún að lokum. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Á fundi fulltrúaráðs þriggja sjálfstæðisfélaga í Garðabæ í gærkvöldi lagði Auður Finnbogadóttir, sjálfstæðismaður í Garðabæ, fram tillögu um að hún myndi taka sæti á landsfundinum, sem haldinn verður í næsta mánuði, í staðinn fyrir Þóru Margréti Baldvinsdóttur, eiginkonu Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. Á fundi fulltrúaráðsins voru lagði fram listar frá Huginn, félagi ungra sjálfstæðismanna í Garðabær og Sjálfstæðisfélagi Garðabæjar, auk lista fulltrúaráðsins. Á listunum eru nöfn einstaklinga sem fara á landsfundinn frá Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ. Tillaga Auðar, um að strika yfir Þóru Margréti, var felld með þrjátíu og þremur atkvæðum gegn tveimur en Auður segir í samtali við fréttastofu að hún hafi strikað út Þóru Margréti í fljótfærni og það að hún sé eiginkona formannsins komi málinu ekkert við. Hún segir að aðferðin, sem notuð sé við að velja fulltrúa á landsfundinn, sé úrelt og eldgömul. Þá segir hún að meirihlutinn af þeim sem séu á „fyrirfram ákveðnum" listum í Garðabæ séu ættingjar og vinir Bjarna Benediktsson, formanns flokksins. Auður er vinkona Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem hefur verið orðuð við formannsframboð, og fengið góðar undirtektir í skoðanakönnunum undanfarið. Hún segir að því hafi verið stillt upp í fjölmiðlum í dag að það væri ástæða þess að hún hefði boðið fram krafta sína á fundinum í gær. Það sé alls ekki rétt - hún hafi einungis viljað bjóða fram krafta sína á eigin forsendum því hún hafi tekið þátt í starfi flokksins í gegnum árin. Auður segir að hún hafi heyrt af því fyrir nokkrum árum að til að komast á landsfundinn þyrfti fólk að mæta á þennan fund fulltrúaráðsins. Þegar fundarstjórinn hafi farið upp í pontu og lagt listana fram hafi hún stoppað hann af. Hún segist hafa sagt honum að hún hafi mætt á þeim fundinn til að bjóða fram krafta sína og gert ráð fyrir því að fundurinn væri lýðræðislegur, þar sem fólk gæti fengið tækifæri til að komast á landsfundinn. Henni var svo tjáð að hún þyrfti að bera upp breytingartillögu á listunum ef hún vildi fá að vera á listanum. „Og þá er mér sagt að ég þurfi að strika út nafn af listanum. Ég þurfti að ákveða hver dettur út og þurfti að gera það á nokkrum sekúndum," segir hún. Ástæðu þess að hún hafi strikað yfir Þóru Margréti sé af því að hún hafi kannast við nafnið. Á fundinum í gær nefndi Auður hinsvegar að Þóra Margrét væri nýbúin að eignast barn og það væri ekki góður tími að vera á landsfundi með svona ungt barn. Hún hafi hinsvegar fljótlega áttað sig á því að þau rök væru óheppileg út frá jafnréttissjónarmiðum. „...en af því að ég var þvinguð í þessa stöðu þá voru þetta mín fyrstu viðbrögð í hita leiksins."Auður FinnbogadóttirHún gagnrýnir harðlega að einstaklingur sem vilji bera upp breytingartillögu þurfi að strika út annað nafn á listanum. Þá segist hún ekki hafa strikað út Þóru Margréti vegna þess að hún sé eiginkona formannsins eða vegna vinskapar síns við Hönnu Birnu. „Alls ekki, þetta var aldrei hugsað þannig. Ef ég hefði viljað komi höggi á Bjarna, með því að henda einhverjum öðrum út sem var klárlega hans vinur, ættingi eða stuðningsmaður, þá hefði það verið mjög auðvelt því það voru mjög margir þannig á listanum," segir hún. Hún segir að aðrir fundargestir hafi gagnrýnt þessa aðferð, að strika yfir annað nafn til að komast á listann. „Það voru tveir sem komu upp í pontu á eftir mér sem fannst það jafn fáránlegt." Þá segir hafi það einnig verið rætt í lok fundarins að breyta fyrirkomulaginu fyrir næsta landsfund. Eftir að tillaga Auðar var felld var lagður fram listi yfir fulltrúa frá fulltrúaráðinu. Og aftur þurfti hún að strika yfir nafn til að komast að á þeim lista. Hún segist hafa strikað yfir nafn á ungri stelpu fæddri 1989 og segist hafa notað þau rök, ekki af yfirveguðu og ígrunduðu máli, að hún skildi frekar vera á lista yfir unga sjálfstæðismenn. Auður segir að eftir á hafi hún eflaust átt að strika yfir nöfn einstaklinga sem voru ekki einu sinni mætt á fundinn í gær fremur en Þóru Margréti og yngri konuna. Hún segist hafa talað við nokkra einstaklinga á fundinum sem gagnrýndu aðferðina, að þurfa að strika yfir nöfn til að komast að. „Ég vildi bara bjóða fram krafta mína eins og hver annar einstaklingur," segir hún að lokum.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira