Erlent

Þurftu að flytja tólf "uppvakninga“ á spítala

Milla Jovovich leikur aðalhlutverkið í myndunum.
Milla Jovovich leikur aðalhlutverkið í myndunum.
Sjúkraflutningamenn í Toronto rak í rogastans í dag þegar þeir komu á slysstað. Þar höfðu sextán uppvakningar fallið af háum palli og slasast nokkuð við fallið. Verið var að kvikmynda fimmtu „Resident Evil" myndina þegar óhappið átti sér stað.

Sjúkraflutningamenn héldu í fyrstu að fólkið væri stórslasað en komust fljótt að því að um leikara væri að ræða.

Það breytti þó ekki því að færa þurfti tólf leikara á spítala. Þeir voru meðal annars með brotin rifbein, fótbrotnir og með bakmeiðsl.

Enginn uppvakninganna var alvarlega slasaður og sjö af þeim sem voru færðir á spítala snéru aftur á tökustað samdægurs.

Samkvæmt fyrirtækinu sem framleiðir myndirnar þá voru fimmtíu leikarar á pallinum þegar hann gaf sig. Leikararnir féll um einn og hálfan meter niður.

Fyrir þá sem ekki kannast við myndina þá er hún sprottin upp úr samnefndum tölvuleikjum og fjalla um heimsendi og ofurkonu sem berst við tryllta uppvakninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×