Innlent

Margeir Pétursson sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Margeir Pétursson var sýknaður af 50 milljóna króna kröfu.
Margeir Pétursson var sýknaður af 50 milljóna króna kröfu.
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Margeir Pétursson ehf,, eignarhaldsfélag Margeirs Péturssonar athafnamanns, af kröfu Arion banka um að félagið skyldi greiða bankanum 60 milljónir króna vegna yfirdráttarheimildar sem tekin var hjá Búnaðarbankanum, sem nú heitir Arion, árið 1995. Jafnframt var Margeir sjálfur sýknaður af kröfu um að hann skyldi greiða 50 milljónir króna vegna sjálfsskuldaábyrgð í tengslum við lánin.

Margeir Pétursson krafðist sýknu af dómkröfum Arion vegna þess að hann ætti gagnkröfur á hendur bankanum og myndi því greiða upp kröfuna með skuldajöfnuði. Yfirlýsing þar um hefði verið gerð. Héraðsdómur féllst á þau rök og sýknaði því bæði eignarhaldsfélagið Margeir Pétursson og Margeir Pétursson persónulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×