Erlent

Ríkisstjórn Berlusconi heldur velli

Silvio Berlusconi eftir atkvæðagreiðsluna.
Silvio Berlusconi eftir atkvæðagreiðsluna. mynd/AFP
Ljóst er að ríkisstjórn Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, mun sitja áfram. Kosið var um vantrauststillögu sem lögð var fram gegn ríkisstjórninni í vikunni. Berlusconi sigraði kosningarnar með 316 atkvæðum gegn 301.

Tillagan var lögð fram í kjölfarið á lánshæfilækkun Ítalíu fyrir stuttu. Einnig tókst Berlusconi ekki að fá meirihluta þingsins til að samþykka breytingar á fjárlögum ríkisins.

Einkalíf forsætisráðherrans hefur einnig verið í kastljósinu undanfarið en hann er tengdum ýmsum kynlífshneykslum og mútumálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×