Innlent

Stefnir í kreppu út áratuginn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vilhjálmur Egilsson segir bráðnauðsynlegt að örva hagvöxt.
Vilhjálmur Egilsson segir bráðnauðsynlegt að örva hagvöxt.
Íslendingar verða í kreppu út áratuginn ef ríkisstjórnin grípur ekki til aðgerða til að örva fjárfestingu, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að hagvöxtur sé allt of lítill enn sem komið er.

Það gengu harðorðar skeytasendingar á milli forystumanna Samtaka atvinnulífsins og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í síðustu viku. Samtök atvinnulífsins saka stjórnvöld um að draga lappirnar þegar kemur að ákvörðunum um aðgerðir til að örva atvinnulífið. Vilhjálmur benti á það í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að fyrst eftir bankahrunið hefði verið sett það markmið að hagvöxtur færi upp í 4-5% á ári. En samkvæmt spá Seðlabankans væri einungis gert ráð fyrir 1,6% hagvexti á næsta ári. Með því framhaldi yrði kreppa út þennan áratug.

„Ef við erum á þessum lágu tölum í hagvexti, þá erum við ekki að skapa störfin. Og við erum á hverju hausti að horfa frammá niðurskurð hjá ríkinu og þetta verður viðvarandi ástand," segir Vilhjálmur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×