Innlent

Norræn tíska í Seattle

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Max Dager er forstjóri Norræna hússins.
Max Dager er forstjóri Norræna hússins.
„Stórsigur fyrir Norræna hönnun," segir Max Dager, forstjóri Norræna hússins, sem er nú staddur í Seattle á Norræna tískutvíæringnum ásamt forystuliði norræna hönnuða . Góð þátttaka hefur verið á sýningunni og málþinginu.

Á málþingi sem haldið er samhliða sýningunni var umræða um framtíðarstefnur í þessum iðnaði áberandi. Ragna Fróðadóttir sérfræðingur um framtíðarstefnur í hönnun talaði um uppruna norrænnar hönnunar og hvernig hefðbundin fatnaður sé að ryðja sér rúms.

Norræni tískutvíæringurinn hófst í Seattle í fyrradag. Viðburðurinn er skipulagður af Norræna húsinu í Reykjavík og Nordic Heritage Museum í Seattle í samvinnu við Iceland Naturally og inniheldur meira en 60 hönnuði, listamenn, tónlistarmenn og fyrirlesara á sviði tísku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×