Innlent

Ríkisráð kemur saman á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forseti Íslands hefur forsæti í ríkisráði.
Forseti Íslands hefur forsæti í ríkisráði. Mynd/ Valgarður.
Reglulegur fundur ríkisráðs Íslands verður haldinn á Bessastöðum á morgun klukkan þrjú. Á fundinum mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, endurstaðfesta mál sem þegar hafa verið afgreidd, líkt og stjórnarskráin gerir ráð fyrir.

Samkvæmt stjórnarskránni skipa forseti lýðveldisins og ráðherrar ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti. Þar eru lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir bornar upp fyrir forseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×