Innlent

Hver nemandi kostar meira en milljón á ári

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum árið 2010 reyndist vera rúmlega 1,2 milljónir og vegin meðalverðbreyting rekstrarkostnaðar frá árinu 2010 til september 2011 var metin 5,1 prósent. Þetta kemur fram í útreikningum Hagstofu Íslands en reiknað var út meðaltalið af kostnaðinum á hvern nemanda í öllum grunnskólum sem reknir eru af sveitarfélögum. Á vefsíðu Hagstofunnar segir að jafnframt sér hægt að áætla að meðalrekstrarkostnaðurinn á hvern nemanda í september 2011 sé rúmlega 1,3 milljón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×