Innlent

Ekki siglt til Vestmannaeyja í dag - óljóst með morgundaginn

Herjólfur er reyndar í fríi. Baldur sér um að sigla á milli þessa dagana.
Herjólfur er reyndar í fríi. Baldur sér um að sigla á milli þessa dagana.
Nú er orðið ljóst að allar ferðir Baldurs milli lands og Eyja falla niður í dag föstudaginn 30. september.

Einnig er rétt að benda á að skv. ölduspá eru töluverðar líkur á því að sama verði upp á teningnum í fyrramálið, laugardagsmorgun. Tekin verður ákvörðun um þá ferð kl. 23:00 í kvöld.  

Þeir farþegar sem eiga bókað far með Baldri eru beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is og á facebook síðu Herjólfs.

Nánari upplýsingar í síma 481-2800.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×