Noregur treystir áfram á EES, sama hvað Ísland gerir Kristján Már Unnarsson skrifar 30. september 2011 19:45 Innganga Íslands í Evrópusambandið mun ekki breyta þeirri afstöðu Noregs að halda fast í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, segir Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs. Hann hóf opinbera heimsókn til Íslands á Akureyri í gær. Norski utanríkisráðherrann hóf daginn á fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra en úr Stjórnarráðinu hélt Jonas Gahr Støre í Alþingishúsið til fundar við utanríkismálanefnd. Málefni Norðurslóða og aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið voru helstu umræðuefnin en Jonas býst ekki við að umsókn Íslands ýti undir það að Noregur sæki um aðild á næstu árum og segir Norðmenn ætla að treysta áfram á EES-saminginn. „Ég tel að niðurstaðan hvað varðar Ísland breyti því ekki, en sjáum til," segir ráðherrann, og bætir við: „Það er ljóst að Norðmenn fylgjast grannt með niðurstöðu Íslendinga og hverju þeir ná fram í samningunum." Sem stendur er það EES-samningurinn sem gildir. „Það sem er fast í hendi þar til Ísland hefur náð niðurstöðu er að við erum saman í EES-samsatarfinu. Noregur telur mikilvægt að halda sig við EES sem góða undirstöðu, hvort sem Ísland hættir í því eða verður áfram í því," segir hann. Daginn áður en Jonas hélt til Íslands hitti hann ungmenni á sjúkrahúsi sem lifðu af hryðjuverkaárásina í Útey. „Það var tilfinningaþrungið því ég hef fylgst með ungmennunum frá því atburðurinn hræðilegi átti sér stað. Ég var á Útey deginum áður en árásin var gerð og ég þekkti mörg þessarra ungmenna. Sum þeirra liggja enn á sjúkrahúsum í endurhæfingu og eru sum alvarlega sköðuð," segir Støre. „Það er mikilvægt að fylgjast með þeim og styðja þau, hitta þau og fjölskyldur þeirra og gefa sér tíma í það því þau munu eiga lengi í þessu. Það gengur mjög vel hjá mörgum þeirra en mörg þeirra munu eiga erfitt á næstu vikum og mánuðum og við verðum að fylgjast náið með þeim." Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Innganga Íslands í Evrópusambandið mun ekki breyta þeirri afstöðu Noregs að halda fast í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, segir Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs. Hann hóf opinbera heimsókn til Íslands á Akureyri í gær. Norski utanríkisráðherrann hóf daginn á fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra en úr Stjórnarráðinu hélt Jonas Gahr Støre í Alþingishúsið til fundar við utanríkismálanefnd. Málefni Norðurslóða og aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið voru helstu umræðuefnin en Jonas býst ekki við að umsókn Íslands ýti undir það að Noregur sæki um aðild á næstu árum og segir Norðmenn ætla að treysta áfram á EES-saminginn. „Ég tel að niðurstaðan hvað varðar Ísland breyti því ekki, en sjáum til," segir ráðherrann, og bætir við: „Það er ljóst að Norðmenn fylgjast grannt með niðurstöðu Íslendinga og hverju þeir ná fram í samningunum." Sem stendur er það EES-samningurinn sem gildir. „Það sem er fast í hendi þar til Ísland hefur náð niðurstöðu er að við erum saman í EES-samsatarfinu. Noregur telur mikilvægt að halda sig við EES sem góða undirstöðu, hvort sem Ísland hættir í því eða verður áfram í því," segir hann. Daginn áður en Jonas hélt til Íslands hitti hann ungmenni á sjúkrahúsi sem lifðu af hryðjuverkaárásina í Útey. „Það var tilfinningaþrungið því ég hef fylgst með ungmennunum frá því atburðurinn hræðilegi átti sér stað. Ég var á Útey deginum áður en árásin var gerð og ég þekkti mörg þessarra ungmenna. Sum þeirra liggja enn á sjúkrahúsum í endurhæfingu og eru sum alvarlega sköðuð," segir Støre. „Það er mikilvægt að fylgjast með þeim og styðja þau, hitta þau og fjölskyldur þeirra og gefa sér tíma í það því þau munu eiga lengi í þessu. Það gengur mjög vel hjá mörgum þeirra en mörg þeirra munu eiga erfitt á næstu vikum og mánuðum og við verðum að fylgjast náið með þeim."
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira