Innlent

Vilja ekki fjölga borgarfulltrúum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hanna Birna telur að betra sé að nýta krafta borgarfulltrúanna betur.
Hanna Birna telur að betra sé að nýta krafta borgarfulltrúanna betur.
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn telja óþarft að fjölga borgarfulltrúum líkt og gert er ráð fyrir í lagafrumvarpi sem samþykkt voru á Alþingi þann 17. september. Borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir sérstakri umræðu um frumvarpið. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að borgarfulltrúum verði fjölgað úr 15 í 23-31.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir að fjölgun sveitastjórnarmanna sé enn ein aðgerð ríkisvaldsins sem feli í sér aukinn kostnað við yfirstjórn og stjórnsýslu, á sama tíma og verið sé að hagræða og spara á öllum öðrum sviðum.

„Betra væri að borgarstjórn sjálf færi nýjar leiðir til að nýta betur þá krafta sem þegar eru til staðar.  Með nýjum vinnubrögðum væri þannig hægt að skipta verkum borgarfulltrúa með eðlilegri hætti og nýta krafta meirihluta og minnihlutans án aukins kostnaðar,“ sagði Hanna Birna í borgarstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×