Innlent

Samkynhneigðir bjóða Friðriki í heimsókn

HV skrifar
Prestur íslensku krists-kirkjunnar í Reykjavík segir kynlíf einstaklinga af sama kyni vera rangt. Formaður Samtakanna 78 segir prestinn breiða út fordóma og skorar á hann að kíkja í heimsókn og fræðast.

Friðrik Schram, prestur íslensku kristskirkjunnar, ritar grein í Fréttablaðið í morgun þar sem kemur fram að hann telur sig vera hafðan fyrir rangri sök. Friðrik segist ekkert hafa á móti samkynhneigð þó honum finnst kynlíf fólks af sama kyni vera rangt.

Friðrik segir samt að engum yrði vísað úr Íslensku kristskirkjunni - þangað séu allir velkomnir óháð kynhneigð. Friðrik segir að ef samkynhneigður maður kæmi í kirkjuna myndi hann benda viðkomandi á að samkvæmt kristinni hefði væri samkynhneigð ekki það allra besta fyrir manneskjuna.

Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78, segir að ekki sé hægt að horfa framhjá því að það séu skoðanir eins og þær sem Friðrik reifar sem leiði fólk, sem er að íhuga að koma út úr skápnum, í alvarlegri hluti.

Árni Grétar segir jafnframt að ekki sé hægt að skilja að kynlíf og ást. Kynlíf sé leið til að tjá ást sína.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.