Innlent

Óvíst hverjir bjóða sig fram fyrir Besta flokkinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Heiða Kristín Helgadóttir.
Heiða Kristín Helgadóttir.
Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, hefur fyrir hönd flokksins unnið að stofnun nýs framboðs til Alþingis með Guðmundi Steingrímssyni þingmanni. Hún segir ekki liggja fyrir nein nöfn á fólki sem mun bjóða sig fram fyrir hönd flokksins.

Heiða segir að nú sé verið að kanna áhuga fólks fyrir því að starfa með framboðinu og skoða fleiri þætti sem tengist undirbúningi á slíku framboði. „Þetta er spurning um að tengja saman ólíka hópa og fólk sem hefur ekki alveg fundið vettvang í þessum flokkum sem fyrir eru," segir Heiða.

Heiða segist ekki geta sagt til um það hvort Jón Gnarr borgarstjóri muni söðla um og fara í þingframboð. „Það er eitthvað sem þú verður bara að spyrja hann sjálfan um," segir Heiða.

Ekki náðist tal af Jóni Gnarr borgarstjóra við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×