Innlent

BHM lýsir fullum stuðningi við félagsráðgjafa

Allt stefnir í verkfall hjá félagsráðgjöfum sem starfa hjá Reykjavíkurborg.
Allt stefnir í verkfall hjá félagsráðgjöfum sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Mynd/GVA
Bandalag háskólamanna lýsir fullum stuðningi við baráttu Félagsráðgjafafélags Íslands í yfirstandandi kjaradeilu þess við Reykjavíkurborg.   Bandalagið hvetur Reykjavíkurborg til að koma til móts við kröfur félagsráðgjafa og forðast þannig að til verkfallsaðgerða þurfi að koma en eins og staðan er nú virðist fátt geta komið í veg fyrir verkfall á mánudaginn kemur. BHM minnir á að aðrar starfsstéttir mega lögum samkvæmt ekki ganga í störf félagsráðgjafa í verkfalli og mun standa vörð um verkfallsrétt þeirra. Engin verkfallsbrot verði liðin.

„Félagsráðgjafar eru ein þeirra háskólamenntuðu starfsstétta sem hafa búið við langvarandi vanmat á menntun til launa hvort sem er á uppgangs- eða krepputímum.  Það er löngu tímabært að menntun sé metin að verðleikum ef íslenskur vinnumarkaður vill halda í háskólamenntað fólk,“ segir í tilkynningu frá BHM.

„Bandalag háskólamanna ítrekar enn þá kröfu sína að gengið verði frá kjarasamningum við öll þau stéttarfélög sem enn eru með lausa samninga,“ segir að lokum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×