Innlent

Milljónatjón fyrir fornleifafræðinga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alstöð, eins og sú sem var stolið.
Alstöð, eins og sú sem var stolið.
Fornleifafræðingar sem vinna við uppgröft á Landspítalalóðinni við Hringbraut urðu fyrir miklum skakkaföllum í fyrrinótt þegar tækjabúnaði, að verðmæti margra milljóna króna, var stolið úr vinnuaðstöðu þeirra.

„Þetta voru tölvur, flakkarar og myndavélar og alstöð, sem er hvað verðmætust fyrir okkur,“ segir Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur. Alstöð er mjög nákvæmt mælingartæki sem fornleifafræðingar nota. Vala telur að það slíkt tæki komi þeim ekki til góða sem hafi tækið núna.

„Það er svo mikið bull að vera að taka alstöð. Þeir ná örugglega aldrei að selja þetta. Og ef það myndi einhver fornleifafræðingur kaupa þetta þá fréttir maður það náttúrlega strax,“ segir Vala. Það sé því ekki nokkur leið að koma alstöðinni í verð. Vala hvetur þann eða þá sem voru að verki að skila mununum og þá verði engir eftirmálar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×