Ný námsleið fyrir heyrnarlausa Hugrún Halldórsdóttir skrifar 24. september 2011 20:30 Anney Þórunn Þorvaldsdóttir Ný námsleið sem verður sniðin að þörfum heyrnarlausra verður tekin upp í byrjun næsta árs hjá Mími-símenntun. Sjálfstyrking verður stór hluti af náminu. Í dag er Alþjóðlegur dagur heyrnarlausra og í tilefni af honum var ákveðið að kynna fyrirhugaða námsleið fyrir heyrnarlausa, sem hefur göngu sína í janúar á næsta ári. Hjördís Anna Haraldsdóttir, sem er heyrnarlaus, segir leiðina eiga eftir að gagnast mörgum, og sérstaklega þeim sem eldri eru. Táknmálstúlkar hafi ekki komið til sögunnar fyrr en árið 1997 og því hafi margir heyrnarlausir farið á mis við grunnmenntun. „Ég er ofasalega jákvæð. Ég hef svona aðeins kíkt á það hvernig þetta er byggt upp og ég hugsa að þetta sé mjög góður grunnur. Og þarna fá döff tækifæri til að ná sér í menntun til að koma sér á sinn stað í lífinu og auka sína þekkingu, afla sér viðbótarþekkingar," segir Hjördís Anna. Það var Anney Þórunn Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri hjá Mími símenntun, sem fékk hugmyndina að leiðinni en hana verður hægt að sækja í húsakynnum Mímis. Allir heyrnarlausir átján ára og eldri geta sótt um en kenndar verða almennar bóklegar greinar. „Það er náttúrulega ofboðslega vont að fara í gegnum lífið og halda að maður geti ekki lært af því að maður hefur slæma reynslu af skólagöngu, því það geta allir lært. Það þarf bara að beita réttu aðferðunum og fjölbreyttum aðferðum," segir Anney Þórunn. Þú telur að það sé þörf á þessu? „Ekki spurning. Ég trúi því að þetta muni styrkja þennan hóp, námslega séð og líka bara sem einstaklinga þannig að sjálfstyrking verður svona mjög stór hluti af náminu, þannig að þeir geti mögulega farið áfram í eitthvað annað nám eftir þetta," segir hún. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Ný námsleið sem verður sniðin að þörfum heyrnarlausra verður tekin upp í byrjun næsta árs hjá Mími-símenntun. Sjálfstyrking verður stór hluti af náminu. Í dag er Alþjóðlegur dagur heyrnarlausra og í tilefni af honum var ákveðið að kynna fyrirhugaða námsleið fyrir heyrnarlausa, sem hefur göngu sína í janúar á næsta ári. Hjördís Anna Haraldsdóttir, sem er heyrnarlaus, segir leiðina eiga eftir að gagnast mörgum, og sérstaklega þeim sem eldri eru. Táknmálstúlkar hafi ekki komið til sögunnar fyrr en árið 1997 og því hafi margir heyrnarlausir farið á mis við grunnmenntun. „Ég er ofasalega jákvæð. Ég hef svona aðeins kíkt á það hvernig þetta er byggt upp og ég hugsa að þetta sé mjög góður grunnur. Og þarna fá döff tækifæri til að ná sér í menntun til að koma sér á sinn stað í lífinu og auka sína þekkingu, afla sér viðbótarþekkingar," segir Hjördís Anna. Það var Anney Þórunn Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri hjá Mími símenntun, sem fékk hugmyndina að leiðinni en hana verður hægt að sækja í húsakynnum Mímis. Allir heyrnarlausir átján ára og eldri geta sótt um en kenndar verða almennar bóklegar greinar. „Það er náttúrulega ofboðslega vont að fara í gegnum lífið og halda að maður geti ekki lært af því að maður hefur slæma reynslu af skólagöngu, því það geta allir lært. Það þarf bara að beita réttu aðferðunum og fjölbreyttum aðferðum," segir Anney Þórunn. Þú telur að það sé þörf á þessu? „Ekki spurning. Ég trúi því að þetta muni styrkja þennan hóp, námslega séð og líka bara sem einstaklinga þannig að sjálfstyrking verður svona mjög stór hluti af náminu, þannig að þeir geti mögulega farið áfram í eitthvað annað nám eftir þetta," segir hún.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira